Að fremja afbrot gegn vilja sínum

Það getur verið mansal þegar manneskja er hagnýtt til að fremja afbrot gegn vilja hennar. Það getur verið þegar einhver:

  • Sendir þig á mismunandi staði til að rækta eða selja fíkniefni.
  • Neyðir þig til að betla, stela úr búðum eða stela af fólki.
  • Neyðir þig með hótunum eða ofbeldi til að fremja afbrot þegar þú vilt það ekki.
  • Neitar þér um eitthvað sem þú ert háður, til dæmis fíkniefni eða áfengi, ef þú fremur ekki afbrot.
  • Þvingar þig til að flytja fíkniefni.

Neyðarvörður er hlutlaus aðili sem aðstoða þig ef þú hefur vitneskju um mansal. Hafðu samband núna.

Þekkir þú birtingarmyndir ofbeldis?

Skoða fleiri dæmi

Michael

Michael er nýfluttur til Íslands í gegnum félaga sinn Fred sem hafði lofað að útvega honum vinnu og gistingu. Til að byrja með voru þetta hlutastörf við þrif en fljótt fór Fred að taka hann með í bíltúra að næturlagi að skoða hús í hverfum borgarinnar. Eitt skiptið skorar Fred á Michael að brjótast inn í hús með kúbeini og hótar að skaða börnin Michaels ef hann gerir það ekki.

Michael óttast Fred og fer að brjótast inn í hús sem Fred velur. Hann þorir ekki að neita Fred þó að Fred hirði allan ágóðann úr innbrotinu.

Er þetta ofbeldi?

Þekktu mansal og komdu í veg fyrir það

Ef þú þekkir einkenni og aðferðir við mansal og veist hvert á að leita til að fá hjálp, þá eykur þú líkurnar á að uppræta það.

Aðstoð í boði

Sjá alla aðstoð

Mannréttinda­skrifstofa

Hjá Mannréttindaskrifstofu fá innflytjendur ókeypis lögfræðiráðgjöf.

Lögreglan

Lögreglan hjálpar fólki sem verður fyrir ofbeldi. Ofbeldi í nánum samböndum er litið mjög alvarlegum augum hjá lögreglunni.

Þvingað betl

Þvingað betl er þegar einhver neyðir aðra manneskju til að biðja um pening á almannafæri í eigin þágu.