Einstaklingur sem er þolandi mansals getur upplifað sig hjálparvana og og á erfitt með að treysta öðrum. Það er mikilvægt að muna að það er alltaf hægt að fá hjálp. Fyrsta skrefið er að hafa samband við 112, í síma, í sms-i eða í gegnum netspjall.

Neyðarverðir 112 eru hlutlausir aðilar með tengingar við öll úrræði sem gætu hjálpað þolendum mansals. Sá sem hringir inn hefur valkost um að láta lögreglu vita eða halda lögreglunni utan við málið. Einstaklingnum er boðið að tala við starfsfólk Bjarkarhlíðar sem veitir samhæfða þjónustu fyrir hugsanlega þolendur mansals. Þar er hægt að fá:

  • Tengsl við félagsþjónustu og Vinnumálastofnun.
  • Aðstoð við umsókn um tímabundið dvalarleyfi.
  • Lögfræðiaðstoð.
  • Aðstoð við húsnæðisleit.
  • Hjálp við að leita læknisaðstoðar.
  • Upplýsingar um kæruferli og réttarvörslukerfi hjá lögreglunni.

Lögreglan vinnur með einstaklingi að því að koma honum út úr aðstæðum mansals. Markmið lögreglu er alltaf að rannsaka mál einstaklingsins með öryggi hans í fyrirrúmi.

Hvort sem þú ert þolandi eða grunar að önnur manneskja sé þolandi, þá er fyrsta skrefið alltaf að hafa samband við 112.

Huang-Kai

Huang-Kai var ráðinn til að vinna sem kokkur á veitingahúsi í Reykjavík. Vinnuveitandi hans útvegaði honum gistingu í nágrenninu...

Birtingarmyndir mansals

Birtingarmyndir mansals eru margar og oft flóknar. Stundum eiga fleiri en ein birtingarmynd við um einstakling sem telur sig þolanda mansals.

Úrræði

Bjarkarhlíð

Bjarkarhlíð veitir fólki sem hefur orðið fyrir ofbeldi stuðning og ráðgjöf í hlýlegu umhverfi. Þar geturðu fengið alla aðstoð á einum stað, eins og frá lögreglu, lögfræðingi og öðrum hjálparsamtökum.

1717

1717 er hjálparsími og netspjall Rauða Krossins ef þú vilt tala við einhvern. Það er opið allan sólarhringinn. Ekkert vandamál er of lítið eða of stórt.

Bjarmahlíð á Akureyri

Bjarmahlíð veitir fólki sem hefur orðið fyrir ofbeldi stuðning og ráðgjöf í hlýlegu umhverfi. Þar geturðu fengið alla aðstoð á einum stað, eins og frá lögreglu, lögfræðingi og öðrum hjálparsamtökum.

Fjölmenningarsetur

Hjá Fjölmenningarsetrinu geta innflytjendur á Íslandi fengið upplýsingar um réttindi sín og aðstoð við að flytja til eða frá landinu.

Lögreglan

Lögreglan hjálpar fólki sem verður fyrir ofbeldi. Ofbeldi í nánum samböndum er litið mjög alvarlegum augum hjá lögreglunni.