Betl getur verið mansal

Betl er ein tegund nauðungarþjónustu. Betl getur verið mansal þegar:

  • Einhver lætur þig betla á stöðum þar sem margir fara um.
  • Þú færð ekki allan peninginn sem þér er gefinn þegar þú betlar.
  • Einhver skaðar þig eða hótar þér ef þú lætur hann ekki hafa allan peninginn.
  • Einhver skaðar þig eða hótar þér ef þú neitar að betla fyrir hann.
  • Einhver skaðar þig til að þú lítir út fyrir að þurfa aðstoð og fólk vilji gefa þér meiri pening.
  • Þú tilheyrir öldruðum, fötluðum eða ert undir 18 ára.

Mansal getur verið margs konar. Ef þú ert í vafa um hvort einstaklingur er þolandi mansals, leitaðu til okkar.

Mannréttinda­skrifstofa

Hjá Mannréttindaskrifstofu fá innflytjendur ókeypis lögfræðiráðgjöf.

Stop The Traffik: Iceland

Stop The Traffik: Iceland eru sjálfstæð hjálparsamtök sem vinna að fræðslu til þolenda mansals og almennings um eðli mansals, einkenni og úrræði.

1717

1717 er hjálparsími og netspjall Rauða Krossins sem er til staðar allan sólarhringinn ef þú vilt tala við einhvern. Ekkert vandamál er of lítið eða of stórt.

Barnahernaður

Barnahermenn er þegar börn eru heilaþvegin og þjálfuð til að vera hermenn á stríðshrjáðum svæðum, yfirleitt þar sem mikil óreiða og fátækt ríkir.