Skyldur Neyðarlínunnar

 • Að stjórnendur sýni gott fordæmi í öllum samskiptum.
 • Að stjórnendur gefi starfsmönnum skýr skilaboð um að einelti líðist ekki á vinnustaðnum.
 • Að upplýsa og fræða starfsfólk um orsakir og afleiðingar eineltis og áreitni og þær reglur sem um þessa hegðun að gilda á vinnustaðnum.
 • Að vinna að forvörnum og reyna að fyrirbyggja að þær aðstæður skapist sem geti leitt til ótilhlýðilegrar háttsemi eða eineltis.
 • Að vinna að jákvæðum starfsanda og vinnustaðarmenningu sem byggist á góðum samskiptum, virðingu og umburðarlyndi gagnvart margbreytileika mannlífsins.
 • Að bjóða starfsmönnum sem telja sig verða fyrir einelti að leita sér aðstoðar hjá fagaðilum eins og sálfræðingi og lækni til að ræða um sín mál og fá staðfestingu á líðan sinni.
 • Að hafa skýrt verklag um meðferð mála er varða einelti, kynferðislega áreitni og ofbeldi.
 • Að stjórnendur bjóði upp á starfsmannasamtöl a.m.k. einu sinni á ári þar sem rætt er um þessi mál.
 • Að hafa reglulega fundi með starfsfólki þar sem hægt er að ræða innri mál.

Skyldur starfsmanna Neyðarlínunnar

 • Að sýna öllum góða og vandaða framkomu og fara eftir siðareglum og jafnréttisstefnu vinnustaðarins.
 • Að leggja sitt af mörkum til að stöðva óæskilega hegðun sem getur leitt til eineltis, t.d. með því að reyna að leysa ágreining og vandamál sem koma upp í samskiptum og gera athugasemdir við óviðeigandi orðalag eða hegðun.
 • Að sýna þeim stuðning sem hallar á í samskiptum og taka ekki þátt í neikvæðri umræðu um samstarfsmenn.
 • Að upplýsa stjórnanda eða trúnaðarmann ef talið er að brotið sé á sér.
 • Að upplýsa stjórnanda ef grunur er um einelti, áreitni, ofbeldi eða vanlíðan á vinnustað.

Viðbragðsáætlun Neyðarlínunnar

1. Stjórnanda ber skylda til að bregðast eins fljótt og unnt er við öllum kvörtunum um áreitni, einelti eða ofbeldi, sýna sanngirni og gæta hlutleysis við meðhöndlun viðkvæmra mála.

2. Ræða skal við þolendur og gerendur um málið áður en gripið er til ráðstafana. Leiðbeina skal starfsmanni um sálfræðiþjónustu ef hann telur sig þurfa á því að halda.

3. Leita ber sátta eftir föngum og reyna að leysa vandann á óformlegan hátt áður en gripið er til formlegri úrræða. Stjórnendum viðeigandi starfsmanna verður gert viðvart.

4. Ef ástæða er til er óháður aðili fenginn til að meta aðstæður og hlutast til um úrlausn.

5. Teljist atvikið alvarlegt verður það kært til lögreglu en þó alltaf með samþykki þolanda.

6. Alvarleg og endurtekin áreitni og einelti getur varðað áminningu eða brottvikningu úr starfi. 

Stefna Neyðarlínunnar er að almenningur sem og starfsfólk Neyðarlínunnar upplifi sig öruggt í öllum samskiptum og þurfi ekki að þola áreitni, einelti eða ofbeldi af neinu tagi. Það er grundvallarregla að komið sé fram við alla af virðingu og í samræmi við siðareglur Neyðarlínunnar.

Einstaklingar sem telja sig hafa orðið fyrir ósæmilegri hegðun geta fyllt út eftirfarandi eyðublað til að koma tilkynningu eða ábendingu á framfæri. Siðanefnd Neyðarlínunnar tekur öll mál til skoðunar og/eða beinir í viðeigandi farveg. Hægt er að nálgast verklagsreglur um tilkynningar og ábendingar um ósæmilega hegðun hér.

Hafðu samband

Stefna Neyðarlínunnar er að almenningur sem og starfsfólk Neyðarlínunnar upplifi sig öruggt í öllum samskiptum og þurfi ekki að þola áreitni, einelti eða ofbeldi af neinu tagi. Það er grundvallarregla að komið sé fram við alla af virðingu og í samræmi við siðareglur Neyðarlínunnar.

Einstaklingar sem telja sig hafa orðið fyrir ósæmilegri hegðun geta fyllt út eftirfarandi eyðublað til að koma tilkynningu eða ábendingu á framfæri. Siðanefnd Neyðarlínunnar tekur öll mál til skoðunar og/eða beinir í viðeigandi farveg. Hægt er að nálgast verklagsreglur um tilkynningar og ábendingar um ósæmilega hegðun hér.