BACA bregst við kallinu

Góðgerðarsamtökin B.A.C.A. eru hópur bifhjólafólks sem styrkir börn í því að vera ekki hrædd í þeim heimi sem þau lifa. B.A.C.A. hefur náð árangri í að styðja við börn þannig að þau finna styrk og getu til að takast á við lífið eftir að hafa lifað við ofbeldi. Samtökin vilja senda skýr skilaboð til allra viðkomandi að þetta barn er hluti af þeirra samtökum og að þau séu reiðubúin að veita andlegan og líkamlegan stuðning með aðkomu sinni og nærveru.

Þegar hjálparbeiðni berst frá forsjáraðila fer barnatengiliður af stað, setur sig í samband við viðeigandi aðila og undirbýr aðkomu B.A.C.A. Ítarleg kynning á starfsháttum samtakanna á sér stað fyrir fjölskyldu, en barnið hefur svo alltaf að lokum að öllu leyti valið um aðkomu B.A.C.A.

Barnið fær að velja sér „roadname“ og „patcha“ sem fara á vesti barnsins, sem það fær afhent í inntökuathöfn. Barnið fær tvo tengiliði sem það getur haft samband við hvenær sem er sólahringsins og eru alltaf til staðar.

Til að falla að skilyrðum B.A.C.A. þurfa mál að hafa verið tilkynnt til lögreglu eða barnaverndar. Unnið er með vitund og samþykki forsjáraðila barnsins og allra annarra sem koma að málinu, svo sem barnavernd, lögreglu, skóla og fagaðila. Hjálparsími B.A.C.A. 7802131 er opinn allan sólarhringinn. Samtökin vinna mest á höfuðborgarsvæðinu en taka einnig að sér mál frá svæðinu Borgarnesi til Hvolsvallar.

Available support

See all support

Vopnabúrið

Vopnabúrið is a gym and a leisure center that provides counseling and support to children and teenagers in need.

Bergið headspace

Bergið is a support- and counselling centre for young people up to 25 years old.

Child Protection Services

Child protection service committees in each municipality help children who exist in unacceptable living conditions and provide support for families.

Child abuse

Child abuse has serious consequences, far into adulthood. It is always important to stop the abuse as quickly as possible and help the child.

Manneskja heldur fyrir augun. Hún snýr að okkur og mikið liðað hár sveiflast til hægri í vindinum.