Beint í efni

Markmið gæðastefnu

Markmið Neyðarlínunnar er að þjónusta fyrirtækisins uppfylli ávallt kröfur og væntingar viðskiptavina og starfsfólks um fagleg vinnubrögð. Það er því stefna Neyðarlínunnar að:

  • Tryggja að fyrirtækið skili umsaminni þjónustu á umsömdum tíma.
  • Beita aðferðum gæðastjórnunar þannig að allt starfsfólk taki virkan þátt í að vinna að stöðugum endurbótum.

Leiðir að markmiðum

Stefnt er að því að ná ofangreindum markmiðum með því að:

  • Gæta hagkvæmni í starfseminni, meðal annars með tilliti til stefnu um samfélagslega ábyrgð Neyðarlínunnar.
  • Fylgja og hlíta samningum og opinberum kröfum sem gerðar eru til rekstrar fyrirtækisins hverju sinni.
  • Stjórnendur og starfsfólk Neyðarlínunnar fylgi skipulagshandbók og öllum öðrum fyrirmælum fyrirtækisins.
  • Öll starfsemi taki mið af ISO 9001:2008 gæðastaðlinum.

Ábyrgð

  • Gæðastjóri Neyðarlínunnar ber ábyrgð á framkvæmd þessarar gæðastefnu með vísan til viðeigandi staðla og vinnuferla.
  • Allt starfsfólk Neyðarlínunnar ber sameiginlega ábyrgð á að fylgt sé þeim vinnuferlum sem tryggja eiga framkvæmd gæðastefnunnar.
  • Viðskiptavinir, verktakar og birgjar bera ábyrgð á að fylgt sé samningsbundnum vinnuferlum sem tryggja eiga framkvæmd gæðastefnunnar.
  • Allt starfsfólk Neyðarlínunnar er skyldugt til þess að tilkynna frávik og galla sem varða þjónustu við viðskiptavini