Að hringja í neyð
Í neyðaratburði má búast við að á vettvangi skapist öngþveiti, hræðsla og streita. Þegar mikið álag myndast gengur allt miklu hægar. Ef þú veist hvernig á að bregðast við minnkar álagið og streitan. Það skapar dýrmætan tíma sem getur oft skilið á milli lífs og dauða. Þá er gott að undirbúa sig fyrir að svara eftirfarandi spurningum.
- Hvar er atburðurinn?
- Hvað gerðist?
- Hvenær?
- Hver ert þú?
Ekki slíta samtalinu! Neyðarvörður ákveður hvenær nauðsynlegar upplýsingar hafi borist frá þér.
Ef þú ert í vafa hvort þú eigir að hafa samband eða ekki, hafðu þá samband í 112.
Hægt er að hringja, hefja netspjall á 112.is eða í gegnum 112 Neyðarlínu appið. Öll samtöl eru afgreidd á sama hátt.
Athugaðu að öll samtöl til 112 eru vistuð.
Það er líka hægt að hringja í 1-1-2 þó þú sért erlendis. Þá er númerið +354 5702112.