Neyðarstig - eldgos hafið á Reykjanesi

Jafnlaunastefna Neyðarlínunnar

Með jafnlaunastefnu Neyðarlínunnar skal gætt fyllsta jafnréttis milli kynjanna og að hver starfsmaður sé metinn að verðleikum, óháð kyni, aldri og uppruna innan síns starfaflokks. Hvers konar mismunun er óheimil og verður ekki liðin. Stefna fyrirtækisins er að koma í veg fyrir að slíkt ranglæti eigi sér stað.

Neyðarlínan er skuldbundin til að fara eftir lagalegum kröfum og öðrum kröfum sem fyrirtækið hefur undirgengist í sambandi við meginregluna um að konum og körlum skuli greidd jöfn laun fyrir sömu og jafnverðmæt störf. Jafnlaunastefnu Neyðarlínunnar og markmiðum hennar skal framfylgja og viðhalda með árlegri skoðun í aðdraganda aðalfundar og ársskýrslugerðar. Komi í ljós launamismunur milli kynja innan starfaflokka skal hann leiðréttur.

Stjórnendur Neyðarlínunnar skulu hafa markmið jafnlaunastefnunnar í huga við allar launaákvarðanir fyrirtækisins, hvort heldur er vegna nýráðninga eða breytinga hjá fastráðnum starfsmönnum. Jafnlaunastefna þessi skal kynnt fyrir starfsmönnum Neyðarlínunnar á starfsmannafundi. Jafnlaunastefnan skal vera aðgengileg almenningi á heimasíðu félagsins.

Aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar ber ábyrgð á jafnlaunamálum og framgangi þeirra. Stjórn Neyðarlínunnar skal fjalla um niðurstöður úttekta á jafnlaunastefnu fyrirtækisins og skal niðurstaðna getið í ársskýrslu félagsins.


Nánar um jafnréttisstefnuna

  • Stjórnendur skulu vera meðvitaðir um að verkefni geta haft ólík áhrif á konur og karla.
  • Fyrirtækið hvetur konur og karla til þátttöku í störfum óháð kyni.
  • Unnið skal að því að fyrirtækjamenningin styðji við jafnrétti.
  • Stjórn fyrirtækisins styður jafnrétti og beitir sér fyrir því að jafnrétti kynjanna og mannréttindi séu virt í fyrirtækinu og skal það endurspeglað í starfsmannastefnunni.
  • Allir starfsmenn Neyðarlínunnar bera ábyrgð á framkvæmd þessarar stefnu.
  • Gæðastjóri hefur það hlutverk að minna á jafnréttisstefnu Neyðarlínunnar, aðstoða og hvetja aðra starfsmenn til að framfylgja henni.
  • Frávik frá stefnunni skal tilkynna gæðastjóra.

Markmið jafnréttisstefnu Neyðarlínunnar

  • Að koma í veg fyrir launamun. Fyrirtækið líður ekki launamun kynjanna og greiðir konum og körlum sömu laun fyrir sömu vinnu.
  • Starfsmannastefna og verklag eru laus við kynjaða mismunun.
  • Ráðningarferli eru án kynjamismununar.
  • Tryggður er jafn aðgangur kynjanna að öllum endurmenntunar- og fræðslunámskeiðum á vegum fyrirtækisins.
  • Konum og körlum eru veitt jöfn tækifæri að formlegum og óformlegum námskeiðum og tengslamyndunum.
  • Fólki er sýnd virðing í allri markaðssetningu og öðru kynningarefni fyrirtækisins.
  • Tryggt er að vörur fyrirtækisins, þjónusta þess og aðstaða verði hvorki nýtt til mansals, þrælkunarvinnu né kynferðislegrar misnotkunar.
  • Leitast skal við að jafna hlut kynjanna í stjórnendahópi Neyðarlínunnar.

Leiðir að markmiðum

  • Viðhalda skal jafnlaunavottun.
  • Fyrirtækið skal halda reglulega fræðslu um jafnréttismál.
  • Ávallt verði þess gætt að sem jöfnust kynjahlutföll séu í nefndum og ráðum sem Neyðarlínan hefur aðgang að og stjórn á.