Lögreglan

Frá hádegi 3. janúar 2006 tekur Fjarskiptamiðstöð Ríkislögreglustjóra (FMR) yfir samskipti við öll lögregluembætti landsins. Áður voru komin í þjónustu FMR, lögregluembætti sem voru í TETRA fjarskiptakerfinu, Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður, Keflavík / Grindavík, Selfoss, Hvolsvöllur, Vík/Kirkjubæjarklaustur, Akureyri / Dalvík, Ísafjörður, Borgarnes og Akranes. Nú bætast við þau embætti sem eftir voru. Eftir breytingu verða öll embætti landsins afgreidd af neyðarvörðum á sama hátt og framkvæmt hefur verið fyrir ofangreind embætti.

Neyðarverðir taka við símtölum til lögreglu sem berast í 112.

Í fyrsta lagi eru beiðnir vegna neyðarverkefna þar sem er brýn þörf á að lögreglan komi mjög skjótt á vettvang. Í öðru lagi eru útkallsverkefni þar sem þörf er á skjótri komu lögreglu á vettvang er ekki eins brýn. Í þriðja lagi eru beiðnir sem geta beðið afgreiðslu á opnunartíma viðkomandi lögregluembættis.

Í öllum tilfellum getur aðstoðarbeiðandi leitað eftir aðstoð lögreglu í gegnum neyðarnúmerið 112, hvort sem sólarhringsviðvera er eða ekki.


Fjarskiptamiðstöð Ríkislögreglustjóra

Neyðarverðir taka við símtölum til lögreglu sem berast í 112. Í fyrsta lagi eru beiðnir vegna neyðarverkefna þar sem er brýn þörf á að lögreglan komi mjög skjótt á vettvang. Í öðru lagi eru útkallsverkefni þar sem þörf er á skjótri komu lögreglu á vettvang er ekki eins brýn. Í þriðja lagi eru beiðnir sem geta beðið afgreiðslu á opnunartíma viðkomandi lögregluembættis.

 
Á landsbyggðinni eru eftirtaldar lögreglustöðvar með mannaða sólarhringsvakt:

Akranes

Ísafjörður

Akureyri

Vestmannaeyjar

Reykjanesbær

Selfoss

Lögreglustöðvar með styttri viðveru en sólarhringsvakt er listuð eftirfarandi án sérstakrar greiningar:

Blönduós

Bolungarvík

Borgarnes

Búðardalur

Dalvík

Egilsstaðir

Eskifjörður

Fáskrúðsfjörður

Grundarfjörður

Hella

Hólmavík

Húsavík

Hvammstangi

Hvolsvöllur

Höfn

Kirkjubæjarklaustur

Neskaupsstaður

Ólafsfjörður

Ólafsvík

Patreksfjörður

Sauðárkrókur

Seyðisfjörður

Siglufjörður

Stykkishólmur

Vík í Mýrdal

Vopnafjörður

Þórshöfn

 

 jafnlvottun

Neyðarlínan ohf. - Skógarhlíð 14 - 105 Reykjavík - kt. 511095-2559 - sími 570 2000 - fax 570 2001 - neydarlinan(hjá)112.is
Varðstofa 112 - fax varðstofu 570 2031 - tölvupóstur varðstofu vakt112(hjá)112.is