- Hegðunin er oft lúmsk og falin frá öðrum.
- Beinist helst gegn einstaklingum í jaðarsettum hópum.
- Getur virst saklaus og smávægileg ein og sér en þegar henni er beitt ítrekað, jafnvel oft á dag, þá geta afleiðingarnar orðið miklar.
- Getur birst í vali á orðum, raddblæ, líkamstjáningu, hunsun og viðmóti almennt.
- Oft erfitt að greina eða útskýra nákvæmlega hvað það er sem gerir hegðunina að öráreitni.
Öráreitni
Öráreitni (microaggression) eru fordómar og mismunun sem geta komið fram í daglegri hegðun og samskiptum. Algengt er að enginn taki eftir fordómunum nema þolandinn.
Dæmi um fordóma sem birtast í öráreitni
- Gláp.
- Líkamstjáning sem sýnir að einstaklingur sé ekki velkominn (t.d. að loka samræðuhóp svo hann komist ekki inn í hann).
- Svipbrigði sem sýna að einstaklingurinn er ekki jafningi.
- Gera ráð fyrir að einstaklingur tali ekki íslensku.
- Spyrja „Talarðu íslensku?“ eða „Þarftu túlk?“
- Byrja að tala ensku þó að einstaklingurinn tali við þig á íslensku.
- Þykjast ekki skilja einstaklinginn.
- Hækka röddina svo einstaklingurinn skilji íslenskuna þína betur. - Kalla einhvern uppnefnum.
- Nota orð eins og „gay“ og hommalegt til að lýsa einhverju á neikvæðan máta.
- Tala niður til fólks eða eins og þau séu börn („Ertu viss um að þú treystir þér til að gera þetta?“).
- Sýna vantraust og tortryggni í garð fólks vegna stöðu þess.
- Sýna óþolinmæði í garð fólks vegna stöðu þess.
- Tala um einstakling í þriðju persónu við aðra en ekki við hann sjálfan.
- Gera ráð fyrir að foreldrar barns séu karl og kona.
- Gera ráð fyrir að allir sem líta ekki út eins og staðalímynd af Íslendingi hljóti að vera útlendingar.
Tvær reglur til að fara eftir
- Ef þú gerir ráð fyrir að þú þurfir að segja „Ég var bara að djóka“ eftir að þú segir eitthvað, þá getur verið gott að sleppa að segja það.
- Ef þú myndir ekki spyrja hvítan Íslending þessarar spurningar, ekki spyrja hana.