Neyðarstig - eldgos hafið á Reykjanesi

Siðareglur starfsmanna

Þessar reglur eru ekki tæmandi lýsing á æskilegri hegðun.

  1. Við virðum alla samstarfsfélaga sem einstaklinga, komum fram við þá af tillitssemi og gætum trúnaðar gagnvart þeim.
  2. Við stöndum vörð um orðspor Neyðarlínunnar og aðhöfumst ekkert það sem kynni að vera til þess fallið að rýra álit samfélagsins á Neyðarlínunni.
  3. Við nýtum þá fjármuni sem okkur hefur verið úthlutað eingöngu til hagsbóta fyrir viðskiptavini okkar.
  4. Við gætum persónuverndar og stöndum vörð um hagsmuni þeirra sem taka þátt í samstarfi við Neyðarlínuna.
  5. Við látum hagsmunatengsl ekki hafa áhrif á ákvarðanir okkar.
  6. Við erum virkir þátttakendur í starfi og þróun Neyðarlínunnar og lítum á það sem skyldu okkar að miðla upplýsingum sem geta orðið til þess að bæta störf Neyðarlínunnar.