Læknavaktin – 1770

Læknavaktin

Vegna eðlis Neyðarlínunnar eru margir sem hringja inn bæði vegna almennra veikinda, vegna þess að ekki næst í eigin heimilislækni og svo vegna neyðar.
Eitt af hlutverkum neyðarvarða er að greina þarna á milli.
Ef innhringing er vegna neyðar ber að viðhafa feril skv. EMD kortum og svo boðun viðbragðsaðila sem við á.
Vaktþjónusta heimilislækna utan dagvinnutíma
Læknavaktin sinnir vaktþjónustu utan dagvinnutíma fyrir almenn veikindi og minniháttar slys og eru opnunartímar eins og hér segir:
 Móttaka að Háaleitisbraut 68 (Austurver)
     • Virkir dagar frá 17:00 til 23:30
     • Helgar og frídaga frá 09:00 til 23:30
*nema aðfangadag og gamlársdag er móttakan opin frá 09:00 til 18:00 og frá 20:30 til 23:00
Vitjanaþjónusta lækna
     • Virkir dagar frá 17:00 til 00:00
     • Helgar og frídaga frá 08:00 til 00:00
Símaráðgjöf í síma 1770 eða  (544-4113 ef hringt er erlendis frá eða úr erlendum símum)
     • Allan sólarhringinn allan ársins hring
Við innhringingu á síma 1770 tekur við talvél á skiptiborði sem raðar innhringingum upp eftir röð innhringjenda. Hægt er að velja milli símarágjafar hjúkrunarfræðinga, upplýsinga um opnunartíma og að fá samband við afgreiðslu. 

Vefsíða Læknavaktarinnar