Vegagerðin

Vegagerðin – aukin þjónusta

Í gagnagrunni 112 eru allar neyðarsveitir og viðbragðsaðilar landsins. Þar á meðal eru öll umdæmi Vegagerðarinnar. Vegfarendur geta, hvar sem er á landinu, hringt í neyðarnúmerið 112 til að tilkynna eða koma áfram ábendingum t.d. ef vegir lokast vegna slysa, aurskriða, snjóflóða eða vegna annars sem heftir akstur um þjóðvegi landsins. Neyðarverðir 112 vinna eftir verklagi sem nær bæði til almennings eða frá skilgreindri neyðarsveit t.d. lögreglu. Það segir sig sjálft að staðsetning atburðar / tilkynningar verður að vera skýr.
Öll slys og atburði sem krefjast tímabundinnar lokunar á stofnbrautum (þjóðvegum) ber að tilkynna í 112 eða beint til Vegagerðar 522-1112.

Heimasíða Vegagerðarinnar