Markmið umhverfisstefnunnar
- Að hafa sjálfbæra þróun og vernd umhverfisins að leiðarljósi í öllu starfi Neyðarlínunnar.
- Að úrbætur í rekstri og þjónustu taki mið af því að minnka umhverfisáhrif.
- Að halda auðlinda- og efnanotkun í lágmarki og draga úr mengun eins og kostur er.
- Að vinna stöðugt að því að draga úr úrgangi og stuðla að endurnýtingu og endurvinnslu.
- Að tryggja starfsmönnum heilbrigð og örugg starfsskilyrði.
- Að hvetja starfsfólk til að nýta sér vistvæna ferðamáta.
- Að binda meiri koltvísýring en Neyðarlínan losar.
Aðgerðir
Aðföng
- Velja eins og kostur er umhverfismerktar vörur og viðhafa vistvæn innkaup.
- Við innkaup verði tekið tillit til umhverfissjónarmiða jafnt sem kostnaðar og gæða. Ef vörur eða þjónusta eru sambærilegar að öðru leyti ber að velja þann kost sem telst síður skaðlegur umhverfinu.
- Draga úr notkun einnota aðfanga, til dæmis einnota borðbúnaðar og óþarfa umbúða.
- Fylgst skal með lögum og reglugerðum sem varða umhverfismál.
Rekstur og viðhald
- Við rekstur og viðhald mannvirkja verði leitast við að velja vistvæna kosti hverju sinni, til dæmis málningarvörur, ljósaperur, timbur og fleira.
- Upplýsa á verktaka um stefnu Neyðarlínunnar í umhverfis- og loftslagsmálum og gera kröfur um að þeir fylgi henni eftir.
- Allur tölvu- og skrifstofubúnaður verði með viðeigandi umhverfis- og orkusparandi merkingar. Unnið skal samkvæmt áætlun um vistvæn fjarskipti.
Nýting orkuauðlinda
- Neyðarlínan mælir orkunotkun reglulega, nýtir sjálfbæra vistvæna orkugjafa eins og kostur er og leitast við að halda mengun í lágmarki.
- Neyðarlínan stefnir að því að draga úr notkun óvistvænna orkugjafa þannig að á árinu 2028 verði þeir innan við 20% af því sem þeir voru árið 2021.
- Fara skal sparlega með vatn og orkuauðlindir, láta vatn til dæmis ekki renna að óþörfu, slökkva á rafmagnstækjum og ljósum í lok vinnudags eða þegar ekki er nauðsynlegt að hafa kveikt.
Efnanotkun
- Fara sparlega með efni og efnavörur, til dæmis við uppþvott og ræstingar.
- Allar ræstivörur sem notaðar eru verði merktar með viðurkenndu umhverfismerki.
Endurnýting og meðferð úrgangs
- Flokka á og ganga frá úrgangi á umhverfisvænan hátt.
- Stöðugt verði dregið úr pappírsnotkun, meðal annars með því að prenta báðum megin á blöðin og gæta þess að prenta hvorki né ljósrita að óþörfu.
- Lágmarka notkun einnota umbúða.
- Öllum spilliefnum og öðrum úrgangi á að farga á viðeigandi hátt.
Samgöngur
- Leitast skal við að velja umhverfisvæna kosti í samgöngum þegar ferðast er á vegum Neyðarlínunnar, til dæmis með notkun rafbíla og sameinast um ferðir.
- Við kaup á bifreiðum skal velja sparneytin og vistvæn ökutæki.
- Stefnt er að því að fyrir árið 2030 verði allar bifreiðar Neyðarlínunnar aðrar en vörubifreiðar knúnar vistvænu eldsneyti.
- Starfsfólk Neyðarlínunnar fær samgöngustyrki til að stuðla að nýtingu umhverfisvænna samgangna. Snyrti- og geymsluaðstaða er á vinnustað fyrir gangandi og hjólandi starfsfólk.
- Starfsfólki er boðið upp á sveigjanlegan vinnutíma til að til að geta mætt til vinnu utan háannatíma og starfsfólki er boðið upp á fjarvinnu þar sem það er mögulegt.
- Leitast skal við að halda fjarfundi eftir því sem kostur er.
Umhverfisvísar og fræðsla
- Neyðarlínan setur sér mælanleg markmið fyrir þá umhverfisþætti sem stefnan nær til.
- Neyðarlínan heldur yfirlit yfir helstu „grænu“ lykiltölur í rekstri og skráir og vaktar árangurinn með það að markmiði að stuðla að betri nýtingu auðlinda, að draga úr sóun hráefna og auka endurnýtingu og endurvinnslu.
- Starfsfólk Neyðarlínunnar fær reglulega fræðslu um umhverfismál og eru kynntar niðurstöður umhverfisvísa.
Viðmið umhverfis- og loftslagsstefnu eru m.a. eftirfarandi:
1. Umhverfisstefna (frá 2011) og loftslagsstefna (frá 2019) stjórnarráðsins.
2. Eigendastefnu ríkisins frá september 2021 kafli 5.3.c „Félag skal marka sér stefnu í umhverfismálum, um sjálfbæra þróun og samfélagslega ábyrgð og birta opinberlega. Félagið skal fylgja markmiðum stjórnvalda í umhverfis- og loftslagsmálum.“
3. Stefnan tekur mið af eftirfarandi heimsmarkmiðum SÞ
- 3 Heilsa og Vellíðan: 3.4 og 3.6. Þátttaka í heilsueflingu starfsmanna og viðbragði við umferðarslysum
- 6 Hreint Vatn og Hreinlætisaðstaða: 6.3 og 6.4 og 6.6. Óæskileg sorplosun og losun hættulegra efna og draga úr vatnsnotkun og endurheimt vatnstengd vistkerfi með skógrækt.
- 7 Sjálfbær orka: 7a. Auka notkun endurnýjanlegrar orku, orkunýtni og ýtt undir fjárfestingu í orkugrunnvirkjum og tækni á sviði umhverfisvænnar orku.
- 9 Nýsköpun og Uppbygging: 9.4. Innviðir styrktir og nýting auðlinda verði skilvirkar
- 12 Ábyrg neysla og framleiðsla: 12.5. Forvarnir, minni úrgangur, aukin endurvinnsla og endurnýting dregið verulega úr sóun.
- 13 Aðgerðir í loftslagsmálum: 13.1-13.3. Ráðstafanir til að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis.
- 14 Líf í vatni: 14.2. Þátttaka með vaktstöð siglinga og SSN í vörnum við mengun sjávar.
- 15 Líf á landi: 15.1 og 15.2. Endurheimt skóga og nýskógrækt