Beint í efni

Markmið umhverfisstefnunnar

 • Að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi Neyðarlínunnar.
 • Að fylgja lögum og reglugerðum um umhverfismál.
 • Að tryggja starfsmönnum heilbrigð og örugg starfsskilyrði.
 • Að hvetja starfsfólk til að nýta sér vistvæna ferðamáta.

Leiðir að markmiðum í umhverfismálum

 • Fylgst skal með lögum og reglugerðum sem varða umhverfismál.
 • Unnið skal samkvæmt áætlun um vistvæn fjarskipti.
 • Við innkaup skal leitast við að velja vörur sem eru merktar viðurkenndum umhverfismerkjum og forðast vörur sem innihalda skaðleg efni.
 • Flokkun rusls skal vera hluti af daglegum störfum.
 • Draga á markvisst úr pappírsnotkun samkvæmt áætlun þar að lútandi.
 • Við endurnýjun á bílaflota skal velja vistvænar bifreiðar þar sem því verður við komið.
 • Starfsmenn fái styrki frá fyrirtækinu þegar þeir ferðast á umhverfisvænan hátt til og frá vinnu. Sem dæmi má nefna hjólreiðar og notkun almenningssamgangna.