Fjárhagslegt ofbeldi gegn fötluðu fólki

Fatlað fólk er mun líklegra til að verða fyrir fjárhagslegu ofbeldi en aðrir.

Hvað er fjárhagslegt ofbeldi?

Fjárhagslegt ofbeldi getur verið alls konar en það tengist alltaf pening.

  • Það getur verið þegar fólk heimtar að þú eyðir pening.
  • Það getur líka verið þegar fólk sannfærir þig um að eyða pening.

Dæmi:

  • Ef einhver vill fara eitthvað og segir að þú getir komið með honum en þú þarft að borga fyrir hann. Það getur verið að fara í bíó, á tónleika eða til útlanda.
  • Ef einhver vill að þú borgir fyrir sig. Eins og þegar þið farið á veitingastað.
  • Ef einhver vill að þú kaupir hluti fyrir sig.
  • Ef einhver vill að þú gefir sér stórar og miklar gjafir.
  • Ef einhver vill að þú borgir reikninga fyrir þjónustu sem hann hefur. Eins og fyrir síma eða Netflix.
  • Ef einhver vill að þú skrifir undir eitthvað sem lætur þig þurfa að borga fyrir það seinna. Eins og að vera ábyrgðarmaður fyrir láni.
  • Ef einhver skammtar þér vasapening og fylgist mjög mikið með hvað þú kaupir.
  • Ef einhver millifærir launin þín inn á sinn bankareikning og neitar að gefa þér aðgang að honum.
  • Ef einhver eyðir peningnum þínum án þess að fá leyfi.

Það er ekki fjárhagslegt ofbeldi ef einhver biður þig um að lána sér og hann borgar það til baka eða ef þú borgar eitthvað einu sinni fyrir vin eða fjölskyldumeðlim eða ef þið skiptist á að borga.

Ef það gerist aftur og aftur þá er það ekki eðlilegt.

Ef einstaklingurinn hótar þér eða segir að eitthvað slæmt muni gerast ef þú borgar ekki þá er það alltaf fjárhagslegt ofbeldi.

Dæmi um hótanir:

  • Hann mun hætta að vera vinur þinn.
  • Hann mun segja öllum að þú sért nísk manneskja eða sért ekki góður vinur.

Félagasvik

  • Félagasvik er þegar einhver þykist vera vinur þinn til þess að nota þig til að fá pening frá þér.
  • Þetta heitir félaga-svik því þeir sem gera það þykjast vera félagar þínir en eru í raun bara að reyna að svíkja úr þér pening.
  • Þeir munu reyna að fá þig til að borga fyrir allt.
  • Þeir munu oft segja þér að segja engum frá því að þú borgir fyrir allt eða látir þá hafa pening.
  • Næstum alltaf þegar þú ert með þeim þá eruð þið að gera eitthvað sem þú borgar fyrir.
  • Þið hangið lítið saman eða bara spjallið.
  • Þannig fólk eru ekki alvöru vinir.

Þeir geta haft alls konar afsakanir:

  • Þeir gleyma alltaf veskinu.
  • Þeir eiga bara engan pening núna.
  • Þeir eiga skilið að þú borgir því þeir eru svo góðir vinir.
  • Þeir eru að gera þér greiða með að vilja koma með þér.

Þeir sem stunda félagasvik reyna að verða vinir fólks sem á ekki marga vini.

Þeir sem verða fyrir ofbeldinu finnst erfitt að segja nei því þeir vilja ekki missa vin.

Þau hugsa að það er betra að borga frekar en að vera einmana.

Það er aldrei þess virði að eiga vini sem eru ekki alvöru vinir.

Hvað er eðlilegt í vináttu?

Það er eðlilegt að eyða peningum í vini sína.

Það þarf samt að vera sanngjarnt.

Það er bara sanngjarnt ef allir aðilar eyða stundum pening.

Þú getur boðið alvöru vinum þínum í bíó því þú veist að þeir munu kaupa nammið eða bjóða þér í bíó eða út að borða seinna.

En ef þú veist að þú munt alltaf borga fyrir allt þá er þetta ekki vinátta.

Hversu mikið ráða foreldrar mínir eða aðrir yfir peningunum mínum?

Ef þú ert orðinn 18 ára þá ræður enginn yfir peningunum þínum nema þú.

Enginn má reyna að taka eða stjórna peningunum þínum af þér.

Þess vegna er mikilvægt að passa vel upp á þá.

Ég held að ég sé að verða fyrir félagasviki

Ef þú heldur að einhver sé að nota þig þá er mjög mikilvægt að tala við einhvern sem þú treystir.

Það getur verið:

  • Fjölskyldumeðlimur.
  • Vinur sem þú hefur þekkt lengi.
  • Námsráðgjafi í skóla eða kennari.
  • Yfirmaður eða samstarfsfélagi ef þú ert í vinnu.
  • Ráðgjafi hjá samtökum.
  • Ráðgjafi hjá Félagsþjónustu sveitarfélaga.

Þú þarft ekki að vera viss um neitt eða búin að ákveða eitthvað til að tala um hvað er að gerast í lífi þínu.

Fólk vill oftast hjálpa vinum sínum og fjölskyldumeðlimum svo ekki hafa áhyggjur að þau nenni ekki að hlusta á þig.

Ekki óttast að einhver muni skamma þig eða geri grín af þér. Allir hafa lent í því að gera mistök eða trúað lygum.

Það er líka oft gott að fá álit hjá öðrum áður en ákvörðun er tekin, sérstaklega ef það er um peninga.

Hverjum get ég treyst?

  • Þú getur treyst fólki sem þú hefur þekkt lengi og hefur hjálpað þér áður.
  • Þú getur treyst fólki sem þekkir þig vel og er gott við þig.
  • Þú getur ekki treyst fólki sem er nýkomið í líf þitt og þekkir þig í raun ekki neitt.
  • Þú getur líka treyst fólki sem vinnur við það að hjálpa öðrum.

Til dæmis þá vilja allir hjá Þroskahjálp, Einhverfusamtökunum, Félagsþjónustu Sveitarfélaga og Réttargæslu fatlaðs fólks hjálpa þér. Það skiptir ekki máli þó þau þekki þig ekkert. Þau vinna við að hjálpa fólki.

Réttindagæslu fatlaðs fólks

  • Þú getur farið til Réttargæslunnar ef þú lentir í félagasviki eða ef einhver er að beita þig ofbeldi.
  • Þegar þú ferð þangað þá spyrja þau þig hvað þú vilt gera í málinu.
  • Þau geta leiðbeint þér og gefið þér upplýsingar.
  • Þau geta hjálpað þér að fá talsmann sem hjálpar þér með hluti eins og fjármál.
  • Þau geta líka hjálpað þér að fá manneskju sem passar upp á peningana þína í framtíðinni.
  • Þau gera aldrei neitt í málinu nema þú samþykkir það.

Mun ég fá peninginn til baka?

Því miður eru litlar líkur á að þú fáir pening sem þú hefur eytt til baka.

Þú getur samt lært af mistökunum og passað að þetta gerist ekki aftur.

Upplýsingar fyrir aðstandendur varðandi fjárhagslegt ofbeldi gegn fötluðu fólki