Hvað er fjárhagslegt ofbeldi?
Fjárhagslegt ofbeldi getur verið alls konar en það tengist alltaf pening.
- Það getur verið þegar fólk heimtar að þú eyðir pening.
- Það getur líka verið þegar fólk sannfærir þig um að eyða pening.
Dæmi:
- Ef einhver vill fara eitthvað og segir að þú getir komið með honum en þú þarft að borga fyrir hann. Það getur verið að fara í bíó, á tónleika eða til útlanda.
- Ef einhver vill að þú borgir fyrir sig. Eins og þegar þið farið á veitingastað.
- Ef einhver vill að þú kaupir hluti fyrir sig.
- Ef einhver vill að þú gefir sér stórar og miklar gjafir.
- Ef einhver vill að þú borgir reikninga fyrir þjónustu sem hann hefur. Eins og fyrir síma eða Netflix.
- Ef einhver vill að þú skrifir undir eitthvað sem lætur þig þurfa að borga fyrir það seinna. Eins og að vera ábyrgðarmaður fyrir láni.
- Ef einhver skammtar þér vasapening og fylgist mjög mikið með hvað þú kaupir.
- Ef einhver millifærir launin þín inn á sinn bankareikning og neitar að gefa þér aðgang að honum.
- Ef einhver eyðir peningnum þínum án þess að fá leyfi.
Það er ekki fjárhagslegt ofbeldi ef einhver biður þig um að lána sér og hann borgar það til baka eða ef þú borgar eitthvað einu sinni fyrir vin eða fjölskyldumeðlim eða ef þið skiptist á að borga.
Ef það gerist aftur og aftur þá er það ekki eðlilegt.
Ef einstaklingurinn hótar þér eða segir að eitthvað slæmt muni gerast ef þú borgar ekki þá er það alltaf fjárhagslegt ofbeldi.
Dæmi um hótanir:
- Hann mun hætta að vera vinur þinn.
- Hann mun segja öllum að þú sért nísk manneskja eða sért ekki góður vinur.