Almennar upplýsingar
Hvað er fjárhagslegt ofbeldi?
Fjárhagslegt ofbeldi getur verið alls konar en það tengist alltaf pening.
- Það getur verið þegar fólk heimtar að einstaklingur eyði pening.
- Það getur líka verið þegar fólk sannfærir einstaklinginn um að eyða pening.
Hvað er félagasvik?
- Félagasvik er þegar einhver þykist vera vinur einstaklings til þess að ná pening frá þeim.
Stórt og erfitt vandamál
Fjárhagslegt ofbeldi, og þá sérstaklega félagasvik, á margt sameiginlegt með Ofbeldi í nánum samböndum. Munurinn er að þegar kemur að félagasviki þá er markmiðið alltaf að ná sem mestum pening úr einstaklingi. Þegar peningurinn er búinn þá er vináttan það líka.
Það getur verið mjög erfitt fyrir aðstandendur að taka á félagasvikum. Þó að einstaklingur sé fatlaður þá hefur hann rétt til að gera mistök eins og allir aðrir.
Hægt er samt að reyna að koma í veg fyrir of mikið tjón.
Fólk sem fremur félagasvik er ekki að auglýsa það og segir oft skotmörkum sínum að þau megi ekki segja neinum frá. Það eru samt ummerki sem hægt er að fylgjast með.