Þegar einstaklingur er sakaður um hatursorðræðu þá fer umræðan oft yfir í að fjalla um tjáningarfrelsi og rétt einstaklings til að segja það sem hann vill frekar en um hatursorðræðuna sjálfa.
Samkvæmt 73. grein stjórnarskrár Íslands þá eru lög gegn hatursorðræðu fullkomlega réttmæt þar sem einstaklingar þurfa að geta ábyrgst tjáningu sína fyrir dómi.