Hvað geta stofnanir og fyrirtæki gert til að koma í veg fyrir hatursorðræðu?
Það er mikilvægt fyrir stofnanir og fyrirtæki af öllum stærðum að hafa skýra verkferla ef mál koma upp. Það þarf líka að vera ákveðið að farið verði eftir verkferlunum, sama hvaða starfsmenn eiga í hlut. Ef mál koma upp þá þarf að taka á þeim fljótt og opinskátt.
Regnbogavottun
Starfsstaðir innan Reykjavíkurborgar geta sótt um Regnbogavottun. Í henni felst fræðsla og úttekt til þess að aðstoða starfsfólk við að gera vinnustaðinn hinseginvænni.