Persónuvernd á 112.is

Neyðarlínan safnar engum persónugreinanlegum upplýsingum á þessum vef eða í netspjalli.
Einu gögnin sem er safnað á þessari vefsíðu er hversu oft einstaka síður eru skoðaðar og hversu lengi. Þau gögn er ekki hægt að rekja til notanda. Það eru engar kökur eða neitt annað notað til að þekkja notanda aftur.

Varnir gegn ruslpósti (e. spam)

Á ábendingarformum þar sem notandi getur sent inn upplýsingar höfum við virkjað sjálfvirka vörn gegn ruslpósti, svokallaða ReCAPTCHA virkni frá Google. Notendur gætu orðið varir við hana á þann hátt að þeir verði beðnir að leysa verkefni sem erfitt er fyrir forritaða sjálfvirkni að leysa.

ReCAPTCHA aflar upplýsinga um vafra og vafranotkun og greinir þær til að meta hvort um er að ræða raunverulega notendur eða forritaða sjálfvirkni. Þessi virkni fellur strangt til tekið undir skilgreiningar persónuverndarlaga, en þær upplýsingar sem berast Google eru nafnlausar og innihalda ekki nein gögn sem notandi hefur slegið inn í viðkomandi form.

Þessar varnir hafa reynst nauðsynlegar til þess að hægt sé að bjóða upp á innsendingu forma um vefinn. Vilji notendur ekki undirgangast þá virkni sem ReCAPTCHA felur í sér er þeim bent á að senda okkur upplýsingar í tölvupósti í staðinn á tetra[hjá]112.is.

Persónuverndarstefna Neyðarlínunnar

Neyðarlínan leggur ríka áherslu á að vernda persónuupplýsingar sem unnið er með í starfsemi sinni. Þessari persónuverndarstefnu (útgáfudagur 01.12.2019) er ætlað að skýra hvernig Neyðarlínan aflar og notar persónuupplýsingar og hvaða réttindi einstaklingar eiga sem skráðir eru hjá Neyðarlínunni.

Persónuverndarlög

Öll vinnsla á persónuupplýsingum, þar með talið öflun, skráning, vistun og meðferð þeirra á vegum Neyðarlínunnar, lýtur lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og öðrum reglum sem settar hafa verið á grundvelli persónuverndarlaga.

Ábyrgð

Neyðarlínan starfar meðal annars samkvæmt lögum nr 40/2008 um samræmda neyðarsvörun. Í þeim lögum er mælt fyrir um það að fyrir hvert neyðartilvik skuli skrá, vettvang, viðfang og tilkynnanda. Jafnframt er þar tilgreint að fyrirtækið skuli gera það sem þurfi til að geta ræst út það viðbragð sem hægt er um allt land. Tilkynningar til Neyðarlínunnar skuli hljóðritaðar og geymdar í að lágmarki 6 mánuði. Neyðarlínan ber ábyrgð á því að allar þær upplýsingar sem berast fyrirtækinu séu varðveittar í samræmi við ofangreind lög, ásamt því að hlíta að öllu leyti lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

Söfnun og meðhöndlun persónuupplýsinga

Skráning persónuupplýsinga skiptist í tvennt, Innri vinnslur og svo Ytri vinnslur. Innri vinnslur snúa að almennum og sértækum upplýsingum um starfsmannamál og bókhald. Ytri vinnslur snúa hinsvegar að þeirri þjónustu sem Neyðarlínan veitir samfélaginu:

 • Neyðarsvörun og tengd verkefni
 • Neyðar- og öryggisfjarskipti
  o Tetra
  o Vaktstöð siglinga
  o Rekstur löggæslumyndavéla
  o Aðstöðuleiga

Tilgangur vinnslu

Í vinnsluskrá Neyðarlínunnar eru nú nokkrir tugir tilgreindra vinnslna og er tilgangur þeirra með tilliti til vinnslu persónugreinanlegra gagna, annarsvegar rekstur fyrirtækisins, í tilfelli Innri vinnsla, og hinsvegar neyðarsvörun og ræsing og þjónusta við neyðarviðbrögð og öryggiskerfi sjófarenda, í tilfelli ytri vinnsla.

Miðlun upplýsinga

Persónugreinanlegum gögnum er þá aðeins miðlað áfram að það sé nauðsynlegt til að leysa úr neyð einstaklinga, eða við úrvinnslu einstakra neyðartilvika, og þá vegna og um viðfang viðkomandi neyðar. Frekari úrvinnslur og skýrslugerðir er alltaf gerðar ópersónugreinanlegar, nema þá að fengnu samþykki viðfangs.

Varðveislutími

Öll gögn í Innri vinnslum eru geymd í að lágmarki 7 ár og allt að 10 árum, en öll gögn tengd ytri vinnslum eru geymd í að lágmarki 6 mánuði, og allt að 3 árum. Undantekningar frá þessu er þegar gögn verða viðfang í rannsóknum eða þvíumlíkt. Þá geta þau verið tiltæk á meðan viðkomandi rannsókn er opin.

Öryggi upplýsinga

Neyðarlínan leggur áherslu á að tryggja að varðveislu persónuupplýsinga sé háttað á öruggan máta og starfar í samræmi við öryggisstefnu. Neyðarlínan tryggir að viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar öryggisráðstafanir séu gerðar til að tryggja mesta öryggi gagna hverju sinni.

Réttindi þín

Þú hefur rétt á að fá tilteknar upplýsingar sem Neyðarlínan vinnur um þig með því að senda skriflega fyrirspurn á 112[hjá]112.is. Þessar upplýsingar eru eftirfarandi:

 • Að fá að vita hvaða flokkar persónuupplýsinga eru skráðar um þig, hvernig þær eru tilkomnar og fá afrit af persónuupplýsingunum.
 • Að fá upplýsingar um hvernig persónuupplýsingar um þig séu unnar, í hvaða tilgangi, hvort og hvert þeim verði miðlað og fyrirhugaðan geymslutíma.
 • Að fá upplýsingar um hvort fram fari sjálfvirk ákvarðanataka, þar með talin gerð persónusniðs og um þau rök sem þar liggja að baki og einnig þýðingu og fyrirhugaðar afleiðingar slíkrar vinnslu.

Auk þess getur þú óskað eftir því að persónuupplýsingum um þig sé eytt, ef ekki er lengur málefnaleg ástæða til að varðveita þær. Þú átt rétt á að biðja um að vinnsla sé takmörkuð í ákveðnum aðstæðum og þú átt rétt á að andmæla vinnslu persónuupplýsinga hjá Neyðarlínunni og leggja fram kvörtun hjá Persónuvernd.

Beiðni þín verður tekin til greina og þér afhentar upplýsingarnar, þegar það á við, innan hæfilegs tíma, þó með þeim takmörkunum sem réttindi og frelsi annarra gera. Upptökur neyðartilkynninga verður þó að hlusta á á skrifstofu Neyðarlínunnar þar sem þær verða ekki afhentar nema í sérstökum tilvikum og þá að undangengnum úrskurði þar til bærra yfirvalda.

Neyðarlínan tilnefnir persónuverndarfulltrúa sem hefur netfangið pvf[hjá]112.is. Ef þú hefur eitthvað á móti vinnslu persónuupplýsinga hjá Neyðarlínunni getur þú leitað til persónuverndarfulltrúans.

Útgáfa

Persónuverndarstefna þessi er gefin út af Neyðarlínunni ohf. og gildir frá útgáfudegi og til þess tíma að ný persónuverndarstefna tekur gildi.

Breytingar

Persónuverndarstefna Neyðarlínunnar er endurskoðuð reglulega og kann því að taka breytingum. Markmið Neyðarlínunnar er að stefnan sé skýr og auðskilin í öllu sem lítur að skráningu persónuupplýsinga og notkun fyrirtækisins á þeim. Neyðarlínan áskilur sér rétt til að breyta persónuverndarstefnunni hvenær sem er án fyrirvara. Nýjar útgáfur eru birtar hér og auðkenndar með útgáfudegi. Tekið er á móti öllum fyrirspurnum um meðhöndlun persónuupplýsinga og persónuverndarstefnu Neyðarlínunnar á netfanginu personuvernd[hjá]112.is.