Áslaug

Áslaug er í stormasömu sambandi og er sífellt að setja ný mörk fyrir æskilegri hegðun maka síns, en finnur að mörkin eru að færast aftur og aftur. Eftir að hún varð ólétt hefur ástandið bara versnað.

Áslaug veit vel að hún er enginn engill sjálf og gerir oft eitthvað sem hún veit að gerir hann reiðan. Áslaug hefur líka sjálf öskrað og ýtt við honum til að komast úr ofbeldisaðstæðum. Hann hefur aldrei lamið hana en heldur henni stundum fastri og kastar hlutum.

Er þetta ofbeldi?