Bella

Bella er ung stúlka frá Suður-Ameríku sem kom til Íslands til að vera au-pair á íslensku heimili. Bella nýtur þess að passa börnin en þorir ekki að segja nei þegar hún er líka látin þjóna heimilisfólkinu og lánuð til að þjóna í veislum hjá vinum þeirra.

Hún fær bara helming af vasapeningunum sem hún á að fá samkvæmt au-pair samningnum. Þegar Bella gerir athugasemd við þetta þá hótar fjölskyldan að hún missi dvalarleyfið og að samningnum verði rift ef hún gerir mál úr þessu.

Er þetta ofbeldi?