Bella

Bella er ung stúlka frá Suður-Ameríku sem kom til Íslands til að vera au-pair á íslensku heimili. Hún finnst gaman að passa börnin og matreiða öðru hvoru eins og samið var um. Fljótlega fara störfin að þyngjast og ætlast er til að hún vinni fleiri tíma á dag en er löglegt.

Þegar hún er lánuð til að þjóna í veislum hjá vinum fjölskyldunnar auk þess að fá minni vasapening en hún á að fá gerir Bella athugasemd. Fjölskyldan hótar að hún missi dvalarleyfið og að samningnum verði rift ef hún gerir mál úr þessu.

Er þetta ofbeldi?