Manneskjan á myndinni er leið. Hún er með sítt hár, gleraugu, í rauðri peysu og dökkum buxum. Hún situr með lokuð augun. og heldur utan um hnén á sér með hægri höndinni en er eins og hún sé að teygja sig í áttina að einhverjum.

Fatima

Fatima er írönsk stúlka sem fluttist hingað með fjölskyldu sinni fyrir nokkrum árum. Hún er í 8. bekk í grunnskóla í Reykjavík og á marga góða vini í bekknum, bæði af íslenskum og erlendum uppruna. Undanfarnar vikur hefur Fatima labbað heim með Jóhanni bekkjarfélaga sínum og finnst það gaman af því hann er fyndinn, skemmtilegur og klár.

Bróðir Fatimu er ekki hrifinn af vináttu þeirra og gefur Jóhanni illt auga í hvert sinn sem þeir mætast. Stuttu seinna tæklar hann Jóhann harkalega í íþróttum en Jóhann gerir ekki mál úr því. Fatima og Jóhann hittast óvænt úti í sjoppu eitt kvöldið og tala lengi saman. Daginn fyrir sumarfrí birtist pabbi hennar skyndilega í skólanum og fylgir henni heim. Sumarið líður án þess að neinn hitti Fatimu og þegar skólinn byrjar aftur kemur Fatima ekki í skólann.

Er þetta ofbeldi? Veldu svar: