Haukur

Haukur er nýlega byrjaður með Kalla sem er þó nokkuð eldri en hann. Sambandið er nýtt og spennandi og Haukur er mjög ástfanginn. Kalli er fyrsti kærasti Hauks sem er ekki ennþá tilbúinn að koma út gagnvart fjölskyldu sinni.

Kalli hefur nokkrum sinnum sagt við Hauk að hann sé ekki nógu hommalegur í útliti. Hauki sárnar við það en hugsar að Kalli hafi kannski rétt fyrir sér. Eftir nokkra mánuði fara þeir að rífast æ oftar. Kalli tönglast á því að Haukur sé ekki raunverulegur hommi fyrst hann hafi verið áður í sambandi með stelpu og hótar að „outa“ Hauk.

Er þetta ofbeldi?