Manneskja með áhyggjusvip horfir út í buskann. Tvö stór spurningamerki svífa í kringum hana.

Jónína

Jónína hefur verið í sambandi við Pálma í átta mánuði. Sambandið þróaðist hratt en smátt og smátt hefur hún misst sambandið við fjölskylduna sína og vini. Henni finnst það leitt en en það skipti meira máli að sjá Pálma taka börnunum hennar vel. Pálmi sér um öll fjármál fyrir þau, enda er hann pottþéttur og alltaf með stjórn á hlutunum. Reyndar skammar Pálmi hana fyrir að eyða of miklum tíma og peningum í innkaup fyrir fjölskylduna og vill alltaf vita hvar hún er. Allt í einu tekur hún eftir að elsta barnið hennar forðast Pálma og vill ekki segja henni af hverju. Pálmi hafði hótað að drepa gæludýrið þeirra ef barnið gerði ekki eins og hann sagði.

Er þetta ofbeldi?