Dagskrá 112 dagsins, þann 11. febrúar 2022
Neyðarlínan heldur merkjum 112 á lofti þann 11.febrúar ár hvert, af því dagsetningin 11.2. minnir okkur á neyðarnúmer allra landsmanna, 112. Það er mikilvægt að minna á þetta númer - af því þetta er eina númerið sem landsmenn þurfa að þekkja í neyð.
Dagskráin er með smærra sniði í ár, líkt og í fyrra vegna faraldursins og því sendum við beint út hér úr Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Útsendingin hefst kl. 12 á hádegi, föstudaginn 11. febrúar 2022.
Dagskrá
Setning – Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar
Ávarp dómsmálaráðherra, Jón Gunnarsson
Viðurkenning fyrir eldvarnargetraun LSOS - Bjarni Ingimarsson varaformaður LSOS
Skyndihjálparmaður ársins - verðlaunaafhending - Sveinn Kristinsson formaður RKÍ
Nýtt gagnvirkt myndband frá Neyðarlínunni um samskipti við neyðarvörð kynnt