Dagskrá 112 dagsins laugardaginn 11. febrúar 2023
Neyðarlínan heldur merkjum 112 á lofti þann 11.febrúar ár hvert, af því dagsetningin 11.2. minnir okkur á neyðarnúmer allra landsmanna, 112. Það er mikilvægt að minna á þetta númer - af því þetta er eina númerið sem landsmenn þurfa að þekkja í neyð.
Þema 112 dagsins að þessu sinni var „Hvað get ég gert?“ og var ætlunin með því að vekja fólk til vitundar um hvernig hægt er að bregðast við þegar neyðarástand skapast; svo sem þegar komið er að slysi, einhver nærstaddur veikist skyndilega, eldur brýst út o.s.frv. Dagurinn var haldinn hátíðlegur í samkomusalnum Flóa á 1. hæð í Hörpu og var svæðið opið gestum og gangandi frá kl. 10.00 til 16.00.
Dagur íslenska táknmálsins er einnig haldinn hátíðlegur þann 11.febrúar ár hvert og var dagskráin í Hörpu túlkuð á táknmáli.