Dagskrá 112 dagsins laugardaginn 11. febrúar 2023

Neyðarlínan heldur merkjum 112 á lofti þann 11.febrúar ár hvert, af því dagsetningin 11.2. minnir okkur á neyðarnúmer allra landsmanna, 112. Það er mikilvægt að minna á þetta númer - af því þetta er eina númerið sem landsmenn þurfa að þekkja í neyð.

Þema 112 dagsins að þessu sinni var „Hvað get ég gert?“ og var ætlunin með því að vekja fólk til vitundar um hvernig hægt er að bregðast við þegar neyðarástand skapast; svo sem þegar komið er að slysi, einhver nærstaddur veikist skyndilega, eldur brýst út o.s.frv. Dagurinn var haldinn hátíðlegur í samkomusalnum Flóa á 1. hæð í Hörpu og var svæðið opið gestum og gangandi frá kl. 10.00 til 16.00.

Dagur íslenska táknmálsins er einnig haldinn hátíðlegur þann 11.febrúar ár hvert og var dagskráin í Hörpu túlkuð á táknmáli.

Dagskrá

Setning - Jón Svanberg Hjartarson framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar

Ávarp dómsmálaráðherra, Jón Gunnarsson

Verðlaunaafhending í Sexunni, stuttmyndasamkeppni fyrir nemendur í 7.bekk um stafrænt ofbeldi

Viðurkenning fyrir eldvarnargetraun LSOS - Bjarni Ingimarsson formaður LSOS

Skyndihjálparmanneskja ársins - verðlaunaafhending - Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri RKÍ

Frumflutningur á nýju lagi Neyðarlínunnar - "Númerið er 112" eftir raftónlistarmanninn Hermigervil.

Skyndihjálparmanneskja ársins 2022

Svipmyndir frá 112 deginum

Meira um Neyðarlínuna

Vissir þú að Neyðarlínan er samstarfsaðili fjölda aðila til að geta veitt fyrsta flokks neyðar- og öryggisþjónustu? Kynntu þér fjölbreytta starfsemi viðbragðsaðila okkar.

Manneskja æfir hjartahnoð á dúkku sem notuð er til að kenna fyrstu hjálp.

Friðrik neyðarvörður

Þorbjörg neyðarvörður

Elva neyðarvörður

Tómas aðstoðarframkvæmdastjóri