Beint í efni

Huang-Kai

Huang-Kai var ráðinn til að vinna sem kokkur á veitingahúsi í Reykjavík. Vinnuveitandi hans útvegaði honum gistingu í nágrenninu og lofaði að senda hluta af laununum hans út til fjölskyldu hans.

Þegar kórónaveirufaraldurinn hófst þá breyttist framkoma vinnuveitanda í garð Huang-Kai, allt í einu var vegabréfið tekið af honum og hann fékk engin laun. Huang-Kai var bannað að fara út af veitingastaðnum, vinnuveitandinn setti staðsetningarforrit í símann hans og hann var látinn sofa á gólfinu í eldhúsinu á veitingastaðnum.

Er þetta ofbeldi?