Barnahermenn er þegar börn eru notuð sem vopn í stríðsrekstri og er algengastur í Asíu og hluta Afríku. Þar eru börn þvinguð og þjálfuð ýmist til hernaðar eða til að stunda njósnir fyrir yfirmenn sína á margvíslegum vettvangi til að sækja upplýsingar.

Fátækt, erfiðar fjölskylduaðstæður eða borgarastyrjöld gerir börn að líklegri fórnarlömbum barnahernaðar en börn sjá þátttöku oft sem útgönguleið út úr slíkum aðstæðum. Börn eru valin vegna þess að þau hafa minni skilning á hættu og það er auðveldara að stjórna þeim en fullorðnum.

Þekkir þú birtingarmyndir mansals? Neyðarvörður 112 er til taks allan sólarhringinn ef þú telur þig þolanda mansals.

Barnavernd

Markmið barnaverndar er að styðja foreldra til að hugsa vel um börnin sín. Ef þú heldur að barn sé beitt ofbeldi eða búi við vanrækslu ættirðu að láta barnavernd vita.

Umboðsmaður barna

Umboðsmaður barna er opinber talsmaður barna og vinnur að því að tekið sé fullt tillit til réttinda, þarfa og hagsmuna barna.

Þrjár dökkhærðar stelpur sitja á grasi. Þær snúa baki í myndavélina og spjalla saman.

Barnaheill

Barnaheill býður upp á ráðgjöf um allt varðandi börn. Á vefsíðu Barnaheilla er hægt að benda á óviðeigandi hegðun gagnvart börnum á netinu.

Brottnám líffæra

Líffæri geta verið gjaldmiðill í hagnýtingu einstaklings og eru þá fjarlægð úr líkama fólks til að selja ólöglega í skipulagðri glæpastarfsemi.