Barnahermenn er þegar börn eru notuð sem vopn í stríðsrekstri og er algengastur í Asíu og hluta Afríku. Þar eru börn þvinguð og þjálfuð ýmist til hernaðar eða til að stunda njósnir fyrir yfirmenn sína á margvíslegum vettvangi til að sækja upplýsingar.
Fátækt, erfiðar fjölskylduaðstæður eða borgarastyrjöld gerir börn að líklegri fórnarlömbum barnahernaðar en börn sjá þátttöku oft sem útgönguleið út úr slíkum aðstæðum. Börn eru valin vegna þess að þau hafa minni skilning á hættu og það er auðveldara að stjórna þeim en fullorðnum.