Hulda

Hulda er búin að vera í sambandi með Elísu í næstum eitt ár. Hulda er mjög hrifin af Elísu en líður ekki alveg nógu vel. Hún hefur ekki enn hitt fjölskyldu Elísu þrátt fyrir að hana langi til þess. Elísa segir alltaf að það sé út af einhverju drama fyrrverandi kærustu sinnar en Hulda er hrædd um að ástæðan sé að hún sé trans kona.

Þegar Hulda gengur á Elísu með þetta segir Elísa að hún vilji ekki kynna hana fyrir fjölskyldu sinni nema Hulda fari í leiðréttingaraðgerð.

Er þetta ofbeldi?