Linh

Linh er 30 ára kona frá Víetnam. Hún og Jón eru gift og eiga 2 börn á leikskólaaldri. Henni fannst erfitt að flytja ein frá Víetnam fyrir 5 árum og þekkir fáa hér á landi. Hún talar ekki ensku en kann íslensku orðið ágætlega.

Jón var í fyrstu duglegur að passa upp á að henni leiddist ekki en eftir að hann missti vinnuna fór hann að drekka meira og varð þyngri í skapinu. Það virðist vera alveg sama hvað Linh gerir, þá finnur Jón eitthvað að því. Eitt skipti þegar Linh er á leiðinni út til að hitta aðrar mömmur af leikskólanum stendur Jón ógnandi í vegi fyrir henni í dyrunum og leyfir henni ekki að komast út.

Er þetta ofbeldi?