Vaktstöð siglinga

Hlutverk Vaktstöðvar siglinga

Siglingastofnun Íslands var með lögum frá 2003 falið að fara með yfirstjórn mála er varða Vaktstöð siglinga. Sérstakur þjónustusamningur var gerður við þrjá aðila um rekstur vaktstöðvarinnar, Landhelgisgæslu Íslands sem fer með faglega stjórn vaktstöðvarinnar, Neyðarlínuna hf. sem fer með fjármál vaktstöðvarinnar, húsnæðismál og annan rekstur og Slysavarnafélagið Landsbjörg sem rekur björgunarbáta víða um land, auk yfirstjórnar björgunarsveita.

Tilkynningaskyldan og fjarskiptastöð skipa í Gufunesi, Reykjavík radíó, fluttu í húsnæði Neyðarlínunnar í Skógarhlíð 14. ágúst 2004, en stjórnstöð Landhelgisgæslunnar 13. maí 2005.  Þar með sameinuðust lykilaðilar vegna leitar og björgunar á hafsvæðinu umhverfis Ísland undir heitinu Vaktstöð siglinga.

1. júlí 2013 var svo verkefnum Siglingastofnunar skipt upp milli Samgöngustofu og Vegagerðarinnar.  Samningur vegna Vaktstöðvar Siglinga færðist þá undir Vegagerðina.