Bergið headspace styður og þjónustar ungmenni undir 25 ára. Þar er boðið upp á ráðgjöf og fræðslu sem er aðlöguð að hverjum og einum. Ekkert vandamál er of lítið eða of stórt.

Þangað er hægt að komast í hjólastól. Ráðgjafar tala íslensku og ensku. Þú getur fengið táknmálstúlkun og tungumálatúlkun ef þú þarft.

Þú getur komið í Bergið, hringt þangað í síma 571 5580 eða óskað eftir þjónustu á vefsíðunni þeirra. Síminn er opinn virka daga frá 9 til 17. Utan opnunartíma getur þú sett inn skilaboð og þér er svarað eins fljótt og hægt er.

Heilbrigð sambönd og kynlíf

Sambönd fólks eru ólík en gott að muna að ekkert samband er fullkomið. Mestu máli skiptir að tala saman af heiðarleika og virðingu.

Maður í rauðri peysu leggur vinstri hönd á hjarta og teygir hægri hönd út

Slagsmál ungmenna

Ef þú horfir á myndband af slagsmálum á netinu án þess að láta einhvern fullorðinn vita ertu að taka þátt í ofbeldinu og segja að þessi hegðun sé í lagi.

Manneskja styður höndum á gagnaugun. Henni líður greinilega illa. Eldingar eru teiknaðar hjá höfðinu.