
Þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar
Þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar bjóða upp á félags- og fjölskylduráðgjöf fyrir börn og fjölskyldur. Þar er hægt að fá stuðning vegna ofbeldis.

Stuðningur fyrir fjölskyldur
Hjá Þjónustumiðstöðvum Reykjavíkurborgar geta börn og fjölskyldur þeirra fengið fjölbreyttan stuðning. Til dæmis vegna félagslegra aðstæðna, álags, veikinda, fötlunar og ofbeldis. Börn eru höfð í samráði með stuðninginn, eftir því sem aldur og þroski leyfir. Stuðningurinn er bæði innan heimilis og utan.
Til að fá stuðning geturðu pantað viðtal við ráðgjafa á þinni þjónustumiðstöð með síma eða tölvupósti. Upplýsingar um þjónustumiðstöðvar má finna á vef Reykjavíkurborgar. Ef þú ert ekki viss um hver þín þjónustumiðstöð er geturðu séð það á þessu korti. Þú getur líka hringt í þjónustuver Reykjavíkurborgar 411 1111 til að fá meiri upplýsingar. Þar er opið frá 8:20-16:15.
Símanúmer
Tölvupóstur
Aðgengi
Gott aðgengi fyrir hjólastóla.Tungumál
Íslenska, English, polski. Tungumála- og táknmálstúlkun.
Hafðu samband við þína þjónustumiðstöð til að fá stuðning fyrir fjölskylduna.


