Tilkynna óæskilega hegðun

Barnaheill eru samtök sem passa upp á réttindi barna. Á vefsíðu þeirra er hægt að tilkynna ólöglegt og óviðeigandi efni sem varðar börn eða er beint að börnum. Börn geta tilkynnt efni sem varðar þau sjálf eða aðra. Tilkynningar eru nafnlausar og eru sendar áfram til lögreglu.

Dæmi um efni sem ætti að tilkynna er: nektarmyndir eða myndbönd, áreitni með myndum eða orðum, hvers konar ofbeldi, hótanir, einelti, boð um áfengi og vímuefni, mansal, vændi, hatursfullt tal eða önnur óæskileg hegðun.

Ef þig grunar að barn er beitt ofbeldi er þér skylt að tilkynna það til barnaverndarnefndar. Til að tilkynna getur þú annað hvort hringt í 112 eða notað netspjall 112.

Á vefsíðu Barnaheilla er hægt að benda á óæskilega hegðun á netinu gagnvart börnum.

Önnur úrræði

Skoða öll úrræði

  Barnavernd

  Barnaverndarnefndir á vegum sveitarfélaga hjálpa börnum sem búa við slæmar aðstæður. Ef þig grunar að barn er beitt ofbeldi á samkvæmt lögum að tilkynna það til barnaverndarnefndar eða til 112.

  Lögreglan

  Lögreglan hjálpar fólki sem verður fyrir ofbeldi. Ofbeldi í nánum samböndum er litið mjög alvarlegum augum hjá lögreglunni.

  1717

  1717 er hjálparsími og netspjall Rauða Krossins er til staðar allan sólarhringinn ef þú vilt tala við einhvern.