Beint í efni

Tilkynna óæskilega hegðun

Barnaheill eru samtök sem vinna að réttindum og velferð barna með barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. Hjá þeim geturðu fengið ráðgjöf um hvernig bregðast megi sem best við ýmsum aðstæðum sem varða börn. Þú getur meðal annars leitað til þeirra með lögfræðileg álitaefni eða fengið ráðgjöf um viðbrögð vegna ofbeldis gegn börnum.

Á vefsíðu þeirra er hægt að tilkynna ólöglegt og óviðeigandi efni sem varðar börn eða er beint að börnum. Börn geta tilkynnt efni sem varðar þau sjálf eða aðra. Tilkynningar eru nafnlausar og eru sendar áfram til lögreglu. Dæmi um efni sem ætti að tilkynna er: nektarmyndir eða myndbönd, áreitni með myndum eða orðum, hvers konar ofbeldi, hótanir, einelti, boð um áfengi og vímuefni, mansal, vændi, hatursfullt tal eða önnur óæskileg hegðun.

Ef þig grunar að barn er beitt ofbeldi er þér skylt að tilkynna það til barnaverndar. Mundu að barn á alltaf að njóta vafans. Til að tilkynna getur þú annað hvort hringt í 112 eða notað netspjall 112. Til að fá ráðgjöf hjá Barnaheill, hringdu í síma 553 5900 eða sendu þeim tölvupóst á radgjof@barnaheill.is.

Hjá Barnaheill geturðu fengið ráðgjöf um flest allt varðandi málefni barna.

Ábendingalína Barnaheilla

Þú getur hjálpað við að eyða því versta. Barnaheill tekur við tilkynningum um óæskilega hegðun gagnvart börnum á netinu og kemur því áfram til lögreglu.

Önnur úrræði

Skoða öll úrræði

Barnavernd

Markmið barnaverndarnefnda er að styðja foreldra til að hugsa um börnin sín. Ef þú heldur að barn sé beitt ofbeldi eða búi við vanrækslu ættirðu að láta barnavernd vita.

Lögreglan

Lögreglan hjálpar fólki sem verður fyrir ofbeldi. Ofbeldi í nánum samböndum er litið mjög alvarlegum augum hjá lögreglunni.

1717

1717 er hjálparsími og netspjall Rauða Krossins sem er til staðar allan sólarhringinn ef þú vilt tala við einhvern. Ekkert vandamál er of lítið eða of stórt.