Hvað er heimilisofbeldi?

Þegar einhver beitir annan í fjölskyldunni sinni ofbeldi kallast það heimilisofbeldi. Ofbeldið sjálft þarf ekki endilega að gerast inni á heimilinu.

Ofbeldið getur verið líkamlegt, eins og að berja, hrinda eða kasta hlutum, en það getur líka verið andlegt, eins og að hóta eða segja ljót orð. Ofbeldið hræðir hin á heimilinu og lætur þeim líða illa. Það er líka ofbeldi að horfa á einhvern sem manni þykir vænt um verða fyrir ofbeldi.

Stafrænt kynferðisofbeldi

Að taka eða senda kynferðislega mynd eða myndband af börnum er ólöglegt.

Manneskja situr flötum beinum á gólfinu með annan fótinn krossaðan yfir. Hún er leið á svip og með lokuð augun. Hún er með dökkt sítt hár, er í blárri peysu, dökkum buxum og brúnum skóm. Hún heldur hægri hendinni upp að eyranu en heldur farsímannum upp fyrir framan sig í vinstri hendinni.