Ekki vera þessi gaur

Hefur þú einhvern tímann fengið nei frá stelpu og gert lítið úr því?

Finnst þér þú eiga rétt á kynlífi, bara af því hún virtist vera spennt fyrr um kvöldið?

Finnst þér í lagi að káfa á stelpu sem þér líst á, án þess að fá leyfi til þess?

Tilkall til kynlífs (e. entitlement)

Enginn á rétt á kynlífi, þótt hann hafi boðið stelpu drykk eða út að borða. Ekki heldur þótt stelpa sé klædd í stutt pils eða hafi sagst vilja það fyrr um kvöldið. Samþykki er alltaf forsenda kynlífs.

Klámmyndir gefa skakka mynd af raunveruleikanum þegar kemur að kynlífi. Mikil neysla á klámi getur búið til þær væntingar hjá karlmönnum að þeir séu á einhvern hátt rétthærri en konur þegar kemur að kynlífi.

Samfélagsleg hegðun sem þarf að breyta

Þessi hugmynd að karlmenn telji sig eiga tilkall til kynlífs óháð samþykki er kölluð nauðgunarmenning og hún þrífst á meðan við afsökum gjörðir vina okkar eða gerum lítið úr ofbeldi og áreitni.

Hvað get ég gert?

Að virða mörk er grundvallaratriði í heilbrigðum samskiptum. Skoðaðu sjálfan þig og hvernig þú talar um konur. Hlustaðu á umhverfi þitt og sjáðu hvort þú takir óafvitandi þátt í neikvæðri umræðu um konur. Ekki taka þátt, þó að aðrir hagi sér svona.

Enginn getur ætlast til að konur verði eina hreyfiaflið til að breyta slíkum hugmyndum. Þú getur líka verið hluti af lausninni. Taktu afstöðu gegn kynbundnu ofbeldi og hjálpaðu vinum þínum að axla ábyrgð á eigin hegðun.

Þekkirðu sjálfan þig hér?

Á 60 sekúndum geturu séð hvort þú tikkir í boxin.

Um vitundarvakninguna "Ekki vera þessi gaur"

"Ekki vera þessi gaur" er vitundarvakning til að fræða karlmenn um sem vilja koma í veg fyrir kynferðisofbeldi. Efnið er byggt á vitundarvakningu um sama efni í Skotlandi (That Guy) og Kanada (Sexual Assault Voices in Calgary). Þar er lögð áhersla á að fræða unga karlmenn um eigin hegðun gagnvart konum og hvetja þá til að verða hreyfiafl meðal jafningja sinna í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi.

Stöðvum kynferðisofbeldi

Þú getur komið í veg fyrir kynferðislegt ofbeldi, með því að breyta þinni hegðun eða benda á hegðun annarra í kringum þig.