Fyrstu viðbrögð
Líklegt er að lögreglan hafi nýlega komið heim til þín og handtekið þig vegna gruns um ólöglega hegðun á netinu. Mögulega hefur þú vitað að þessi dagur myndi koma og hefur hugsað um hvað gerist næst nú þegar komist hefur upp um hegðun þína. Ef hegðunin hefur valdið þér vanlíðan gætir þú upplifað ákveðinn létti að þurfa ekki lengur að vera í felum.
Líklega kemur upp óvissa, hræðsla eða doði. Þú gætir verið með spurningar um hvaða áhrif þetta hafi á fjölskylduna þína og vini; ferlið innan réttarkerfisins og tímann sem það tekur; hvað gerist ef málið fer í fjölmiðla, hvað öðru fólki muni finnast og hvað tekur við.
Rannsóknin getur tekið langan tíma. Það er algengt er að eitt ár geti líði þar til mál fer fyrir dóm. Þú mátt búa þig undir að finna fyrir gremju, óvissu og áhyggjum á þeim tíma. Þá er mikilvægt að þú reynir eftir bestu getu að halda rútínu og halda lífinu í sem eðlilegustu skorðum. Það er óþarfi að hætta við öll fyrirfram ákveðin plön líkt og ferðalög og fleira.
Það er líklegt að fjölmargar hugsanir fari í gegnum hugann og að þú finnir fyrir depurð eða vonleysi. Þú gætir einnig fundið fyrir miklum kvíða, fengið kvíðakast eða jafnvel hugsanir um að skaða sjálfan þig eða sjálfsvíg. Slíkar tilfinningar eru mjög algengar. Það er mjög mikilvægt að þú leitir þér aðstoðar, fáir stuðning við þessum hugsunum og tilfinningum og byrjir breytingaferlið í átt að betri framtíð, án þess að brjóta lög.
Gríptu tækifærið til að fá aðstoð
Þessi tími getur valdið mikilli streitu, bæði hjá þér og fjölskyldunni, þar sem öll eru að takast á við óvissu og áhyggjur.
Hvað næst?
Það fyrsta sem þú ættir að gera er að hafa samband við Taktu skrefið sem aðstoðar fólk sem hefur áhyggjur af kynferðislegri hegðun sinni eða hefur beitt kynferðisofbeldi. Þú getur sent þeim tölvupóst á taktuskrefid@taktuskrefid.is.
Ef þú treystir þér ekki til að senda tölvupóst eða erindið er aðkallandi getur þú líka haft samband við neyðarvörð 112 í gegnum netspjall 112.