Barnavernd
Hjá barnavernd vinnur fólk sem athugar hvort börnum líði ekki vel og hvort þau séu ekki örugg. Þess vegna vilja þau fá að vita ef þér líður illa. Einhver er kannski að láta þig gera eitthvað sem þú vilt ekki. Þá vill fólkið hjá barnavernd vita það.
Hvernig læt ég vita?
Þú þarft ekki að tala við barnavernd, heldur er nóg að hringja í 112 eða nota netspjall. Fólkið þar lætur barnavernd vita.