Beint í efni

Réttinda-gæsla fatlaðs fólks

Þú getur haft samband við réttinda-gæslu-mann ef þér finnst að einhver hafi brotið á rétti þínum eða beitt þig ofbeldi. Réttinda-gæslu-maður getur verið hjá þér og stutt þig þegar þú talar við lögreglu. Hann getur líka fengið aðstoð fyrir þig ef þú átt erfitt með að tala.

Ef þú vilt tala við réttinda-gæslu-mann er hægt að hringja í velferðar-ráðuneytið í síma 554-8100 til að fá samband við réttinda-gæslu-mann í þínum lands-hluta eða senda tölvupóst á postur@rettindagaesla.is. Það er líka hægt að finna nöfn, síma-númer og tölvu-póst allra réttinda-gæslu-manna á vef-síðu réttindagæslunnar.

Reynslusaga Jóhönnu

Hér er myndband um Jóhönnu. Hún er fötluð kona sem fór í Bjarkar-hlíð og Stíga-mót til að vinna úr ofbeldinu sem hún hefur orðið fyrir. Fatlaðar konur eru miklu líklegri en ófatlaðar konur til upplifa ofbeldi.

Hér er fræðslumyndband um ofbeldi gegn fötluðum konum á táknmáli

Fleiri úrræði

Skoða öll úrræði

  1717

  1717 er hjálparsími og netspjall Rauða Krossins sem er til staðar allan sólarhringinn ef þú vilt tala við einhvern. Ekkert vandamál er of lítið eða of stórt.

  Bjarkarhlíð

  Bjarkarhlíð veitir fólki sem hefur orðið fyrir ofbeldi stuðning og ráðgjöf í hlýlegu umhverfi. Öll aðstoð er á þínum forsendum.

  Bjarmahlíð á Akureyri

  Bjarmahlíð veitir fólki sem hefur orðið fyrir ofbeldi stuðning og ráðgjöf í hlýlegu umhverfi. Öll aðstoð er á þínum forsendum.