
Umboðsmaður barna
Umboðsmaður barna er opinber talsmaður barna og vinnur að því að tekið sé fullt tillit til réttinda, þarfa og hagsmuna barna.

Réttindi barna
Hlutverk Umboðsmanns barna er að passa að tekið sé tillit til réttinda, þarfa og hagsmuna barna. Allir geta leitað til umboðsmanns barna og fyrirspurnir frá börnum eru alltaf í forgangi.
Meðal verkefna er að fræða börn og fullorðna um barnasáttmálann, skapa umræðu í samfélaginu um málefni barna og að afla og birta upplýsingar um aðstæður barna og stöðu tiltekinna hópa barna.
Á vefsíðu þeirra geta börn sent inn spurningu um hvað sem er. Spurningum er svarað eins fljótt og hægt er og birtast nafnlaust á síðunni. Börn geta hringt ókeypis í síma 800 5999. Þú getur líka fylgst með Umboðsmanni barna á Facebook eða instagram.
Símanúmer
Heimilisfang
Kringlan 1, 5. hæð. 103 Reykjavík. Skoða á kortiTölvupóstur
Vefsíða
Tungumál
Íslenska, English.
Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum barna. 100% trúnaður.