Ofbeldi á meðal ungmenna
Einelti er endurtekið ofbeldi, líkamlegt eða andlegt, þar sem einn eða fleiri níðast á einstaklingi sem á erfitt með að verjast. Að horfa á einelti og gera ekki neitt er það sama og taka þátt. Þú getur haft áhrif og komið í veg fyrir einelti. Til þess þarf að vita hvað einelti er og passa að aðrir viti það líka.
Einelti getur verið:
- Líkamlegt. Högg, spörk, hrindingar.
- Munnlegt. Uppnefni, ljótar athugasemdir, endurtekin stríðni.
- Skriflegt. Neikvæð skilaboð á netinu eða síma, krot, bréfasendingar.
- Óbeint. Baktal, útskúfun, útilokun úr vinahópi.
- Efnislegt. Hlutum stolið eða skemmdir.
- Andlegt. Þvingun til að gera eitthvað gegn vilja sínum.