• Tæling - Gerandinn er mjög góður að finna fólk sem er einhvern hátt í viðkvæmri stöðu. Markmiðið er að ná stjórn á manneskju svo hann geti þvingað hana til að framkvæma eitthvað og hagnast á því.
  • Hver verður fyrir valinu? Gerandinn velur sér einstakling sem er í viðkvæmri stöðu. Til dæmis einhver sem er að leita sér að betra lífi annars staðar, vegna fátæktar. Til dæmis innflytjandi sem þekkir ekki hvaða lög og reglur gilda um atvinnu eða aðrar aðstæður í nýju landi og samþykkir því kannski hluti sem hann myndi ekki samþykkja ef hann væri upplýstur.
  • Öðlast traust - Gerandinn passar að þolandinn fái allt sem hann þarf fyrst eftir að þeir kynnast. Sem dæmi gæti hann útvegað húsnæði, síma eða annað sem þolandi gæti þurft og myndar þannig traust.
  • Einangrun - Fyrstu sjáanlegu merki mansals er oft þegar gerandi einangrar þolandann, heldur honum frá fjölskyldu sinni og aðstæðum sem gætu upplýst þolandann um að sé verið að blekkja hann.
  • Hagnýting - Á þessu stigi er þolandinn notaður í vinnu sem gerandinn græðir á, t.d. með því að greiða lægri laun og hirða mismuninn sjálfur, eða greiða engin laun og segja að laun þolandans fari upp í skuld fyrir ferðakostnað eða lækniskostnað eða annan kostnað fyrir það sem gerandinn hefur útvegað þolandanum.
  • Viðhalda stjórn - Á þessu stigi hefur gerandinn mikil völd, til dæmis með því að taka vegabréf og önnur skilríki og pappíra af þolandanum, hóta að beita hann eða fjölskyldu hans ofbeldi ef hann gerir ekki það sem honum er sagt. Til dæmis er það þekkt að gerandi ljúgi því að þolanda mansals í kynferðislegum tilgangi að sala á vændi sé ólögleg á Íslandi og gerandinn hótar því að ef þolandinn gerir ekki eins og honum er sagt, þá muni gerandinn tilkynna hann til lögreglunnar og honum verður refsað - en það er ekki satt.

Netspjall 112 notar ekki fótspor eða vistar nein gögn um ferðir þínar á netinu. Smelltu núna til að hefja samtal við neyðarvörð.

Hver eru einkenni mansals?

Hvað get ég gert?

Þú getur komið í veg fyrir hagnýtingu á manneskju ef þú tekur eftir ákveðnum merkjum í umhverfi þínu.

Þekkir þú birtingarmyndir ofbeldis?

Skoða fleiri dæmi

Miriam

Miriam var neydd til að stunda vændi í heimalandi sínu. Hún er sett í flugvél til Íslands með fölsuð skilríki eftir að hár hennar var klippt og litað. Við komuna til Íslands var hún látin stunda vændi áfram, án þess að fá nokkru um það ráðið.

Miriam á enga peninga og enga vini sem hún getur leitað til. Hún þorir ekki að andmæla því þá verður fjölskylda hennar heima í Lettlandi beitt ofbeldi. Hún veit ekki hvert hún verður send næst eða hvernig hún kemst út úr þessum vítahring.

Er þetta ofbeldi?

Stop The Traffik: Iceland

Stop The Traffik: Iceland eru sjálfstæð hjálparsamtök sem vinna að fræðslu til þolenda mansals og almennings um eðli mansals, einkenni og úrræði.

1717

1717 er hjálparsími og netspjall Rauða Krossins sem er til staðar allan sólarhringinn ef þú vilt tala við einhvern. Ekkert vandamál er of lítið eða of stórt.

Lögreglan

Lögreglan hjálpar fólki sem verður fyrir ofbeldi. Ofbeldi í nánum samböndum er litið mjög alvarlegum augum hjá lögreglunni.