
Fjölmenningarsetur
Hjá Fjölmenningarsetrinu geta innflytjendur á Íslandi fengið upplýsingar um réttindi sín.

Þjónusta fyrir innflytjendur
Fjölmenningarsetrið þjónustar innflytjendur sem búa á Íslandi. Þar geturðu fengið upplýsingar um réttindi þín á Íslandi, hvernig daglegt líf er hérlendis og hvernig stjórnsýslan virkar. Þar geta líka stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök fengið upplýsingar og aðstoð við málefni innflytjenda. Ýmsar upplýsingar má nálgast á vefsíðunni þeirra.
Þú getur fengið tungumálatúlkun til að tala við ráðgjafa Fjölmenningarsetursins. Það er aðgengi fyrir hjólastól á staðnum en samt best að láta vita fyrirfram. Það er ekki boðið upp á táknmálstúlkun.
Fjölmenningarsetrið er við Árnagötu 2-4 á Ísafirði en þjónustar allt landið. Best er að hringja í síma 450 3090 eða senda tölvupóst á mcc@mcc.is.
Símanúmer
Heimilisfang
Árnagötu 2-4, 400 Ísafjörður. Skoða á kortiTölvupóstur
Vefsíða
Aðgengi
Aðgengi fyrir hjólastóla. Ekki táknmálstúlkun.Tungumál
Tungumálatúlkun.
Fjölmenningarsetrið veitir innflytjendum á Íslandi upplýsingar um réttindi sín.