Dvöl og ráðgjöf fyrir konur

Kvennaathvarf er hús þar sem konur og börnin þeirra geta búið í stuttan tíma ef þær geta ekki búið heima hjá sér út af ofbeldi. Ef þú hefur orðið fyrir ofbeldi getur þú talað við ráðgjafa í Kvennaathvarfinu. Þú þarft ekki að dvelja í húsinu. Það skiptir ekki máli þótt ofbeldið hafi átt sér stað fyrir löngu síðan. Það kostar ekkert að tala við ráðgjafa.

Ráðgjafar tala íslensku og ensku. Það er líka hægt að bóka viðtöl á frönsku og spænsku. Þú getur fengið táknmálstúlkun og tungumálatúlkun ef þú þarft. Kvennaathvarfið er bæði í Reykjavík og á Akureyri, en athvörfin eru opin fyrir konur af öllu landinu.

Þú getur hringt allan sólarhringinn í Kvennaathvarfið í síma 561 1205 til að fá stuðning strax eða pantað þér tíma í ráðgjöf í gegnum vefsíðuna þeirra. Þú getur líka sent þeim tölvupóst á kvennaathvarf@kvennaathvarf.is. Allar konur eru velkomnar: íslenskar, erlendar, fatlaðar, hinsegin, transkonur og á hvaða aldri sem er (yfir 18 ára).

Kvennaathvarfið hjálpar öllum konum sem hafa orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi, bæði með húsaskjól og ráðgjöf.

Fleiri úrræði

Skoða öll úrræði

Kvennaathvarfið á Akureyri

Kvennaathvarfið býður upp á ráðgjöf og húsnæði fyrir allar konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi.

Bjarkarhlíð

Bjarkarhlíð veitir fólki sem hefur orðið fyrir ofbeldi stuðning og ráðgjöf í hlýlegu umhverfi. Þar geturðu fengið alla aðstoð á einum stað, eins og frá lögreglu, lögfræðingi og öðrum hjálparsamtökum.

WOMEN

W.O.M.E.N. (Women Of Multicultural Ethnicity Network in Iceland) eru samtök kvenna af erlendum uppruna sem búa á Íslandi. Þar geta erlendar konur fengið ráðgjöf og stuðning.

Líkamlegt ofbeldi

Líkamlegt ofbeldi er það þegar einhver meiðir þig, til dæmis klípur, sparkar, hrindir eða lemur þig. Hótun eða ógnun um að meiða er einnig líkamlegt ofbeldi.

Manneskja í fjötrum. Hún er með lokuð augu og er leið á svipinn og heldur þétt utan um sig. Rauður þykkur borði er vafinn utan um hana.

Öryggisáætlun

Að útbúa öryggisáætlun er leið til að vernda öryggi þitt og barnanna þinna, hvort sem það er innan sambandsins eða ef þú ákveður að fara.