
Lögfræðiaðstoð laganema
Lögfræðinemar háskólanna bjóða upp á ókeypis lögfræðiráðgjöf gegnum síma.

Ókeypis lögfræðiráðgjöf
Laganemar í félögunum Orator hjá Háskóla Íslands og Lögréttu hjá Háskóla Reykjavíkur bjóða upp á ókeypis lagaráðgjöf gegnum síma. Laganemarnir eru langt komnir í náminu og eru undir umsjón starfandi lögmanna. Þannig öðlast laganemarnir dýrmæta reynslu og almenningur getur fengið lögfræðiaðstoð án þess að borga fyrir. Fullur trúnaður ríkir.
Það er hægt að fá ráðgjöf á meðan skólaárinu stendur, það er frá september fram í apríl, fyrir utan í desember því þá er prófatími. Þú getur hringt í Lögréttu á þriðjudögum frá kl. 17-19 í síma 777-8409 og í Orator á fimmtudagskvöldum frá kl. 19:30-22 í síma 551-1012.
Ef þú ert með einhverjar spurningar utan þessa tíma er hægt að senda Lögréttu tölvupóst á logrettalaw@logretta.is eða við Orator á orator@hi.is.
Símanúmer
Tölvupóstur
Vefsíða
Aðgengi
Ekki táknmálstúlkun.Tungumál
Íslenska, English.
Laganemar í Oritor gefa öllum lögfræðiaðstoð í gegnum síma á fimmtudagskvöldum.


