Taka ábyrgð á eigin hegðun

Ef þú heldur að það sé mögulegt að þú sért að beita þína nánustu einhvers konar ofbeldi hafðu þá samband við Heimilisfrið. Meðferðin snýst um að taka ábyrgð á eigin ofbeldisfullu hegðun. Síðan eru kenndar leiðir til að takast á við vandamál á uppbyggilegan hátt.

Meðferðin byrjar með einstaklingsviðtölum en síðan er líka hægt að fara í hópráðgjöf. Einstaklingsviðtal kostar 3000 kr. og hópmeðferð kostar 16.000 kr. önnina. Í Heimilisfriði er ekki boðið upp á paraviðtöl en mökum er boðið upp á 2 viðtöl við upphaf og lok meðferðar.

Í húsinu er lyfta þannig að hægt er að komast í hjólastól. Ef þú þarft táknmálstúlkun eða tungumálatúlkun greiða tilvísunaraðilar fyrir þá þjónustu.

Heimilisfriður er á Höfðabakka 9 í Reykjavík. Hægt er að bóka tíma í síma 555 3020 eða senda þeim tölvupóst.

Heimilisfriður hjálpar fólki sem beitir ofbeldi að hætta því.

Reynslusaga Tómasar

Tómas er ekki til í alvörunni en frásögn hans er byggð á viðtölum við þá sem hafa beitt ofbeldi í nánum samböndum. Þeir sem beita ofbeldi geta breyst með því að leita sér hjálpar.

Önnur úrræði

Skoða öll úrræði

  1717

  1717 er hjálparsími og netspjall Rauða Krossins er til staðar allan sólarhringinn ef þú vilt tala við einhvern.

  Bjarkarhlíð

  Bjarkarhlíð veitir fólki sem hefur orðið fyrir ofbeldi stuðning og ráðgjöf í hlýlegu umhverfi. Öll aðstoð er á þínum forsendum.

  Bjarmahlíð á Akureyri

  Bjarmahlíð veitir fólki sem hefur orðið fyrir ofbeldi stuðning og ráðgjöf í hlýlegu umhverfi. Öll aðstoð er á þínum forsendum.