
Aflið á Akureyri
Aflið hjálpar fólki sem hefur orðið fyrir hvers konar ofbeldi.

Aflið býður upp á stuðning og sjálfshjálparstarf
Aflið eru samtök sem hjálpa fólki sem hefur orðið fyrir ofbeldi í nánum samböndum, kynferðisofbeldi eða hvers konar öðru ofbeldi. Þú getur fengið bæði einstaklingsráðgjöf og tekið þátt í hópastarfi. Aðstandendur eru velkomnir. Það kostar ekkert að tala við ráðgjafa.
Í einstaklingsviðtölum er veittur stuðningur við að koma ofbeldisreynslunni í orð og skoða afleiðingarnar sem ofbeldið hefur haft. Þetta getur reynst mörgum erfitt skref og er fullur skilningur á því innan Aflsins. Ráðgjafar mæta fólki á jafningagrundvelli. Þú stjórnar því hversu hratt og djúpt er unnið í viðtölunum.
Það er ekki lyfta í húsinu þannig að ef þú notar hjólastól kemst þú kannski ekki inn. Þá getur þú hringt í ráðgjafa og hitt hann á stað sem þú getur komist á í hjólastólnum. Þú getur talað íslensku eða ensku við ráðgjafa. Aflið borgar ekki fyrir táknmálstúlkun.
Aflið er í Aðalstræti 14 á Akureyri. Þú getur bókað tíma með því að hringja í síma 461 5959 frá 8 til 12 á virkum dögum eða senda tölvupóst á aflidakureyri@gmail.com.
Símanúmer
Heimilisfang
Aðalstræti 14, 600 Akureyri. Skoða á kortiTölvupóstur
Vefsíða
Aðgengi
Ekki aðgengi fyrir hjólastóla.Tungumál
Íslenska, English. Ekki boðið upp á táknmálstúlkun.
Aflið hjálpar öllum sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi eða ofbeldi í nánu sambandi.
Trúarofbeldi
Þegar einhver notar andlega vinnu eða trúarbrögð til að hræða þig, særa þig eða stjórna þér kallast það trúarofbeldi.
