Beint í efni

Stuðningur og sjálfshjálparstarf

Aflið eru samtök sem hjálpa fólki sem hefur orðið fyrir ofbeldi í nánum samböndum, kynferðisofbeldi eða hvers konar öðru ofbeldi. Þú getur fengið bæði einstaklingsráðgjöf og tekið þátt í hópastarfi. Aðstandendur eru velkomnir. Það kostar ekkert að tala við ráðgjafa.

Það er ekki lyfta í húsinu þannig að ef þú notar hjólastól kemst þú kannski ekki inn. Þá getur þú hringt í ráðgjafa og hitt hann á stað sem þú getur komist á í hjólastólnum. Þú getur talað íslensku eða ensku við ráðgjafa. Aflið borgar ekki fyrir táknmálstúlkun.

Aflið er í Aðalstræti 14 á Akureyri. Þú getur bókað tíma með því að hringja í síma 857 5959 eða sent þeim tölvupóst á aflidakureyri@gmail.com.

Aflið hjálpar öllum sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi eða ofbeldi í nánu sambandi.

Fleiri úrræði

Skoða öll úrræði

Bjarmahlíð á Akureyri

Bjarmahlíð veitir fólki sem hefur orðið fyrir ofbeldi stuðning og ráðgjöf í hlýlegu umhverfi. Þar geturðu fengið alla aðstoð á einum stað, eins og frá lögreglu, lögfræðingi og öðrum hjálparsamtökum.

Kvennaathvarfið á Akureyri

Kvennaathvarfið býður upp á ráðgjöf og húsnæði fyrir allar konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi.

1717

1717 er hjálparsími og netspjall Rauða Krossins sem er til staðar allan sólarhringinn ef þú vilt tala við einhvern. Ekkert vandamál er of lítið eða of stórt.