Undirbúningur sem styrkir þolendur

Þegar þolendur ofbeldis mæta í dómsal til að bera vitni þarf það rifja upp erfiða lífsreynslu. Það er því mjög gott að geta æft framburð og gengið í gegnum líkamlegu óþægindin sem oft hellast yfir fólk í þessum aðstæðum. Að upplifa ferlið getur einnig hjálpað þolendum ofbeldis við að taka ákvörðun um hvort kæra skuli eða ekki.

Aðstaða fyrir sýndardómsalinn er hjá Ríkislögreglustjóra við Skúlagötu 21 við Hlemm. Sýndardómsalurinn er opinn fyrir alla þá sem koma að ofbeldismálum en þjónustunan kostar. Þú greiðir 5.000 kr. fyrir eina heimsókn, en mælt er með að fara í að minnsta kosti 3 skipti. Þá er verðið 12.000 kr. Ef þú kemur ekki með fagaðila í sýndardómsalinn, þá er fagaðili frá Statum eða Ríkislögreglustjóra á staðnum.

Upplifun sýndardómsals

Í sýndardómsalnum er sérstakt herbergi með stól og borði sem þú sest við áður en sýndarveruleikagleraugun eru sett upp. Þegar þú setur upp gleraugun, þá ertu í dyrunum á dómsalnum, gengur með þau á þér að vitnastúkunni og sest niður. Þar ertu um leið komin inn í nákvæma eftirlíkingu raunverulega dómsalsins sem er oftast notaður í kynferðisbrotamálum í Reykjavík.

Sýndarverur sitja í salnum og eru í hlutverki réttargæslumanns, ákærða, dómara og fleiri aðila sem yfirleitt koma að málinu. Sýndarverurnar bregðast við því sem er að gerast í dómsalnum í gegnum allt ferlið. Þú sest í vitnastúkuna og getur æft þig í raunverulegum aðstæðum.

Þróun verkefnisins

Fyrirtækið Statum hannaði og þróaði sýndardómsalinn. Upphafið má rekja til nemendaverkefnis í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík. Í framhaldi hafa verið gerðar rannsóknir innan sálfræðideildar háskólans sem sýnt hafa fram á greinilegan ávinning af honum fyrir líðan þolenda.

Aðstoð í boði

Sjá alla aðstoð

Stígamót

Stígamót hjálpa öllum (konum, körlum og kynsegin fólki) sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi.

Lögreglan

Lögreglan hjálpar fólki sem verður fyrir ofbeldi. Ofbeldi í nánum samböndum er litið mjög alvarlegum augum hjá lögreglunni.

Hús Kvennaráðgjafarinnar á Hallveigarstöðum

Kvennaráðgjöfin

Kvennaráðgjöfin er ókeypis lögfræði- og félagsráðgjöf fyrir konur.

Leiðarvísir um réttarvörslukerfið fyrir þolendur kynferðisofbeldis

Ef það hefur verið brotið á þér kynferðislega gætirðu viljað draga gerandann til ábyrgðar. Hér eru upplýsingar um ferlið, frá því að brotið er tilkynnt til lögreglu og þar til það fer fyrir dóm.

Manneskja lítur í gegnum stóran sjónauka. Hún horfir yfir hægri öxlina á okkur.