Að vinna hjá Neyðarlínunni

Hjá Neyðarlínunni starfar hópur af frábæru fólki með fjölbreyttan bakgrunn, þekkingu og reynslu.

Neyðarvörður við skrifborðið sitt þar sem á eru margir símar og skjáir

Tengiliður milli almennings og viðbragðsaðila

Neyðarlínan sér um neyðar- og öryggisþjónustu á Íslandi og starfrækir til þess 112 neyðarsvörun, Vaktstöð siglinga og Tetra fjarskiptakerfið.

Neyðarlínan er í nánu sambandi við lögreglu jafnt og björgunar- og neyðarsveitir á öllu landinu.

Varðstofa

Á varðstofu vinna neyðarverðir. Neyðarverðir annast svörun fyrir 112, greina erindi, leiðbeina og virkja viðeigandi viðbragðsaðila. Unnið er á vöktum allann sólahringinn, alla daga ársins.

Tæknideild

Í tæknideild má finna starfshópinn sem sér um uppbyggingu, rekstur og viðhald á neyðar- og öryggisfjarskiptakerfum á Íslandi. Kerfin eru bæði notuð af viðbragðsaðilum um allt land og sjófarendum.

Björgunarsveitarfólk kemur gangandi yfir hæð með börur á milli sín. Það er snjór yfir og landslagið er grýtt.

Skrifstofa

Á skrifstofu Neyðarlínunnar er það starfsfólk sem sér um daglegan rekstur stofnunarinnar jafnt og utanumhald á þeim mikla búnaði sem Neyðarlínan á.

Neyðarlínan sem vinnustaður

Störfin hjá Neyðarlínunni eru jafn mismunandi og þau eru mörg, en grunnurinn að starfsemi neyðarlínunnar er fjölbreytt þekking, reynsla og bakgrunnur starfsmanna. Neyðarlínan setur áherslu á að starfsfólk fái þá þjálfun sem þau þurfa til að sinna sínum störfum.

Störf í boði hjá Neyðarlínunni

Ekki er verið að auglýsa störf hjá Neyðarlínu í augnablikinu