Hvað gerir eitthvað að hatursglæp?
Orðið hatursglæpur kemur ekki fyrir í íslenskum lögum en tekið er fram í 70. grein almennra hegningarlaga að þegar hegning er ákveðin, þá þurfi að taka til greina „hvort brotið megi rekja til þjóðernisuppruna eða þjóðlegs uppruna, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, fötlunar, kyneinkenna, kynhneigðar, kynvitundar eða annarra sambærilegra þátta.“
Það þarf því að geta sýnt fram á að brotið hafi verið framið vegna fordóma eða haturs í garð hóps til þess að brotið sé skilgreint sem hatursglæpur.
Ofbeldi og aðrir glæpir
Þegar kemur að brotum sem eru nú þegar skilgreind refsiverð í lögum (eins og líkamsárásir, nauðganir, morð og eignaspjöll) þá getur það aukið refsingu ef glæpurinn var framinn vegna stöðu fórnarlambsins (Almenn hegningarlög, 70. gr.).