Hatursorðræða er flókið og erfitt málefni sem er áskorun fyrir nútímasamfélag.
Á Íslandi er tjáningarfrelsi en Stjórnarskrá Íslands gefur leyfi til að afmarka tjáningarfrelsi með lögum ef talin er þörf til að vernda borgara. Hatursorðræða er refsiverð samkvæmt íslenskum lögum.
Hvað þýðir orðið „orðræða“?
Orðið orðræða er oftast notað til að skilgreina hvernig talað er um ákveðið málefni. Sem dæmi þá eru flestir frekar ánægðir þegar það er sólríkur sumardagur og orðræðan um sólríka sumardaga er jákvæð. Ef einstaklingur eða hópur talar hins vegar á hatursfullan hátt, þá með notkun á hatursfullum orðum, um eitthvað þá er hægt að tala um hatursorðræðu.